Hafrót (1973-2017)

Það finnast vart lífseigari ballsveitir en hljómsveitin Hafrót sem mun hafa starfað nokkuð samfleytt í yfir fjörutíu ár, reyndar með miklum mannabreytingum – það miklum reyndar að upprunalegu meðlimir sveitarinnar höfðu fyrir löngu síðan yfirgefið hana þegar hún hætti störfum. Reyndar var það svo við upplýsingaöflun þessarar umfjöllunar að efi kom upp að um sömu…

Stella beauty (1973)

Vorið 1973 var starfrækt í Gagnfræðaskólanum í Garðahreppi (Garðaskóla) hljómsveit sem gekk undir nafninu Stella beauty en sú sveit var skipuð þáverandi og fyrrverandi nemendum skólans, Það voru þeir Sigurður Hafsteinsson gítarleikari, Brynjólfur [?] bassaleikari, Pétur Unnsteinsson trommuleikari og Pétur „Kafteinn“ Kristjánsson hljómborðsleikari, Pétur trymbill hafði þá tekið við af öðrum trommuleikara sem vantar upplýsingar…

Smellir [1] (1988-93)

Hljómsveitin Smellir var um nokkurt skeið húshljómsveit í Danshúsinu Glæsibæ og skartaði þá söngvurum eins og Ragnari Bjarnasyni og fleiri þekktum slíkum. Smellir voru fyrst auglýstir í dagblöðum sem húshljómsveit í Danshúsinu árið 1990 en ein heimild hermir að saga sveitarinnar nái alveg aftur til 1988 og miðast þessi umfjöllun um það. Sveitin starfaði lengst…

Sín (1990-2017)

Hljómsveitin Sín er líklega með langlífari pöbbasveitum landsins en hún starfaði í ríflega 25 ár. Það er mörkum þess að hægt sé að kalla Sín hljómsveit því hún var í raun dúett sem bætti við sig söngvurum eftir hentugleika, yfirleitt söngkonum þannig að meðlimir hennar töldu aldrei fleiri en þrjá. Sín kom fyrst fram á…

Mín [2] (1988)

Hljómsveitin Mín spilaði í nokkur skipti á skemmtistaðnum Hollywood vorið 1988 en ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin starfaði. Meðlimir hennar voru Guðlaugur Pálsson trommuleikari, Atli Viðar Jónsson bassaleikari og söngvari, Sigurður Hafsteinsson gítarleikari og söngvari og Pétur Hreinsson hljómborðsleikari.

Við [2] (1989)

Dúettinn Við kom fram í að minnsta kosti eitt skipti á Ölveri í Glæsibæ árið 1989. Það voru þeir Sigurður Hafsteinsson gítarleikari og söngvari og Mark Brink bassaleikari og söngvari sem skipuðu dúettinn en ekki liggur fyrir hversu lengi þeir störfuðu.

Tilfinning (1971-72 / 1973-74)

Saga hljómsveitarinnar Tilfinningar er eilítið flókin en hún skiptist í þrjú tímaskeið. Fyrsta skeið sveitarinnar spannaði um eitt ár en Tilfinning var stofnuð sumarið 1971 í aðdraganda hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli þá um verslunarmannahelgina en þar tók sveitin þátt. Engar sögur fara af árangri sveitarinnar í Húsafelli en hún starfaði í um eitt…

Í gegnum tíðina (1988-89)

Hljómsveitin Í gegnum tíðina var húshljómsveit í Danshúsinu Glæsibæ veturinn 1988-89. Meðlimir sveitarinnar voru Mark Brink söngvari og bassaleikari, Hilmar Sverrisson söngvari og hljómborðsleikari, Sigurður Hafsteinsson söngvari og gítarleikari og Ólafur Kolbeins trommuleikari. Einnig komu söngvararnir Ari Jónsson og Anna Vilhjálms við sögu, þó ekki samtímis.

Danshljómsveitin okkar (1990)

Hljómsveit sem starfaði undir nafninu Danshljómsveitin okkar lék á dansleikjum í Danshúsinu í Glæsibæ fyrri hluta árs 1990. Meðlimir sveitarinnar voru Carl Möller hljómborðsleikari, Mark E. Brink söngvari og bassaleikari, Sigurður Hafsteinsson gítarleikari og Ólafur Kolbeins trommuleikari. Söngvararnir Þorvaldur Halldórsson og Kristbjörg Löve sungu með sveitinni, sem var fremur skammlíf.

Dóminik (1976-79)

Hljómsveitin Dóminik (Dominik) lék víða á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins á sínum tíma og var höfuðvígi þeirra í Hafnarfirðinum, svo ekki er ólíklegt að sveitin hafi verið starfrækt þar í bæ. Elstu heimildir um sveitina er að finna frá 1976 og virðist hún hafa starfað þar til í byrjun árs 1979 að minnsta kosti. Mannabreytingar voru einhverjar…