Hljómsveit Guðmundar H. Norðdahl (1951-52 / 1954-56)
Guðmundur H. Norðdahl var tónlistarmaður og tónlistarkennari sem starfaði víða um land, hann starfrækti og stjórnaði fjölmörgum hljómsveitum s.s. skóla- og lúðrasveitum – hér er þó aðeins fjallað um danshljómsveitir sem störfuðu í hans nafni. Guðmundur var fyrst með hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Kvartett Guðmundar Norðdahl fljótlega eftir stríð en hún fær sérstaka umfjöllun…









