Hljómsveit Guðmundar H. Norðdahl (1951-52 / 1954-56)

Guðmundur H. Norðdahl var tónlistarmaður og tónlistarkennari sem starfaði víða um land, hann starfrækti og stjórnaði fjölmörgum hljómsveitum s.s. skóla- og lúðrasveitum – hér er þó aðeins fjallað um danshljómsveitir sem störfuðu í hans nafni. Guðmundur var fyrst með hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Kvartett Guðmundar Norðdahl fljótlega eftir stríð en hún fær sérstaka umfjöllun…

Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar [1] (1958-63)

Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík skipar veigamikinn og líklega mjög vanmetinn þátt í íslenskri tónlistarsögu en sveitin var eins konar uppeldishljómsveit fyrir kynslóð sem átti eftir að láta til sín taka í íslensku poppi næstu árin og áratugina á eftir, hér nægir að nefna nöfn eins og Gunnar Þórðarson, Einar Júlíusson, Engilbert Jensen, Rúnar Georgsson,…

Hljómsveit Árna Ísleifssonar (1945-97)

Það sem hér er kallað Hljómsveit Árna Ísleifssonar (Hljómsveit Árna Ísleifs) er í raun fjölmargar og ólíkar hljómsveitir sem starfræktar voru með mismunandi mannskap og á mismunandi tímum í nafni Árna, saga þeirra spannar tímabil sem nær yfir ríflega hálfa öld. Fyrsta sveit Árna virðist hafa verið stofnuð árið 1945 en hún starfaði á Hótel…

H.G. sextett [1] (1949-52)

H.G. sextettinn úr Vestmannaeyjum var ein af fyrstu hljómsveitunum sem þar starfaði og þótti reyndar með bestu hljómsveitum landsins þegar hún var og hét. Haraldur Guðmundsson trompet- og banjóleikari var maðurinn á bak við H.G. sextettinn en hann fluttist til Vestmannaeyja haustið 1949 og stofnaði sveitina þar litlu síðar, sveitin hafði mikil áhrif á tónlistarlífið…

Skuggar [12] (1974-86)

Danshljómsveitin Skuggar var starfrækt um töluvert langt skeið á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en ekki er þó ljóst hvort hún starfaði alveg samfellt. Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1974, hún var lengst af tríó sem ráðin var sem húshljómsveit í Þjóðleikhúskjallaranum og spilaði hún þar að minnsta kosti fram á vorið 1979.…

Sextett Árna Scheving (1982-93)

Tónlistarmaðurinn Árni Scheving starfrækti að minnsta kosti þrívegis hljómsveitir á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, sem féllu undir sextetts-hugtakið og líklega var skipan þeirra sveita með mismunandi hætti. Árið 1982 setti hann saman sextett í eigin nafni sem lék á djasstónleikum í tilefni af 50 ára afmælishátíð FÍH, engar upplýsingar er að finna um…

Sigurður Þórarinsson (1912-83)

Dr. Sigurður Þórarinsson (1912-83) sem margir hinna eldri muna eftir úr sjónvarpsviðtölum með rauða skotthúfu við eldstöðvar og á jöklum, var jarðvísindamaður og virtur fyrir rannsóknir sínar og fræðistörf, hann ritaði fjöldann allan af fræðigreinum og -bókum og var þekktur sem slíkur en hann var einnig kunnur fyrir sönglagatexta sína sem skipta tugum, margir þeirra…

Flamingo kvintettinn [2] (1960-63)

Flamingo kvintettinn (um tíma kvartett) var meðal vinsælustu ballsveita landsins upp úr 1960 og var um tíma fastráðin í Vetrargarðinum í Tívolíinu í Vatnsmýrinni, sveitin lék einnig nokkuð hjá ameríska hernum á Keflavíkurflugvelli. Sveitin var stofnuð síðsumars 1960 og var fljótlega komin í Vetrargarðinn í Tívolíinu þar sem hún skemmti lengstum en lék þó einnig…

City sextett (1959-60)

City sextettinn (einnig City kvintettinn – fór eftir stærð hverju sinni) starfaði veturinn 1959-60 og var þá nokkuð áberandi á dansstöðum borgarinnar, lék töluvert í Þórscafé og Iðnó en einnig uppi á Keflavíkurflugvelli. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kjartan Norðfjörð víbrafónleikari, Björn Gunnarsson trommuleikari, Rögnvaldur Árelíusson saxófónleikari, Garðar Karlsson gítar- og bassaleikari og Sigurður Þórarinsson píanóleikari.…

Thalia (1978-80)

Hljómsveitin Thalia var húshljómsveit í Þjóðleikhúskjallaranum um tíma. Sveitin var stofnuð haustið 1978 og tók til starfa í Leikhúskjallaranum um áramótin 1978-79. Meðlimir sveitarinnar voru þau Sigurður Þórarinsson píanó- og orgelleikari, Garðar Karlasson gítar- og bassaleikari, Grétar Guðmundsson söngvari og trommuleikari og Anna Vilhjálmsdóttir söngkona en hún var þá nýkomin aftur heim til Íslands eftir…

Rondó sextettinn (1960-64)

Í Vestmannaeyjum var blómlegt djasstónlistarlíf eftir miðja síðustu öld og þar voru fremstir í flokki Guðni Agnar Hermansen og nokkrir aðrir. Guðni hafði starfrækt GH sextettinn um tíma en með mannabreytingum tóku þeir upp nýtt nafn árið 1960, Rondó sextettinn. Rondó sextettinn var líkast til alla tíð skipaður sama mannskapnum að mestu, Guðni lék á…