Afmælisbörn 2. maí 2025

Á þessum öðrum degi maímánaðar eru níu tónlistartengd afmælisbörn á skrá: Garðar Thor Cortes tenórsöngvari fagnar stórafmæli en hann er fimmtíu og eins árs í dag. Garðar lærði söng fyrst hér heima en fór að því loknu í framhaldsnám til Austurríkis, Danmerkur og Bretlands. Hann lét fyrst að sér kveða á plötu Samkórs Selfoss árið…

Hljómsveit Stefáns Þorleifssonar (1949-60)

Tónlistarmaðurinn Stefán Þorleifsson starfrækti hljómsveitir um árabil um og eftir miðja síðustu öld en sú sem lengst starfaði lék nokkuð samfleytt á árinum 1949 til 1960. Sveit Stefáns var allþekkt en lék aldrei inn á hljómplötur meðan hún starfaði. Stefán hafði árið 1947 starfrækt hljómsveit sem gekk undir nafninu Swingtríó Stefáns Þorleifssonar og er fjallað…

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [3] (1978-92)

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar bankamanns lék fyrir gömlu dönsunum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið frá því undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og fram á þann tíunda en dansleikir sveitarinnar voru kjörinn félagslegur vettvangur fyrir þá sem komnir voru af allra léttasta skeiðinu. Jón Sigurðsson sem hér er um rætt var yfirleitt kallaður Jón í bankanum eða…

Hljómsveit Hjördísar Geirs (1985 / 1992-2009)

Segja má að tvær hljómsveitir megi kenna við söngkonuna Hjördísi Geirsdóttur, annars vegar var um að ræða hljómsveit sem Hjördís söng með haustið 1985 á skemmtistaðnum Ríó við Smiðjuveg í Kópavogi í nokkur skipti en engar upplýsingar er að finna um þá sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan aðrar en að hún lék gömlu dansana og…

Hljómsveit Carls Billich (1937-40 / 1947-57)

Hljómsveitir Carls Billich voru margar en segja má að tvær þeirra hafi haft hvað lengstan starfsaldur, aðrar sveitir í hans nafni virðast flestar vera settar saman fyrir verkefni eins og tónleika og leiksýningar, jafnvel fyrir stöku plötuupptökur en hljómsveitir í nafni Carls léku inn á fjölmargar hljómplötur á sjötta áratugnum. Austurríski píanóleikarinn Carl Billich kom…

Afmælisbörn 2. maí 2024

Á þessum öðrum degi maímánaðar eru níu tónlistartengd afmælisbörn á skrá: Garðar Thor Cortes tenórsöngvari fagnar stórafmæli en hann er fimmtugur í dag. Garðar lærði söng fyrst hér heima en fór að því loknu í framhaldsnám til Austurríkis, Danmerkur og Bretlands. Hann lét fyrst að sér kveða á plötu Samkórs Selfoss árið 1995 og hefur…

Afmælisbörn 2. maí 2023

Á þessum öðrum degi maímánaðar eru átta tónlistartengd afmælisbörn á skrá: Garðar Thor Cortes tenórsöngvari er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Garðar lærði söng fyrst hér heima en fór að því loknu í framhaldsnám til Austurríkis, Danmerkur og Bretlands. Hann lét fyrst að sér kveða á plötu Samkórs Selfoss árið 1995 og hefur…

Afmælisbörn 2. maí 2022

Á þessum öðrum degi maímánaðar eru sjö tónlistartengd afmælisbörn á skrá: Garðar Thor Cortes tenórsöngvari er fjörutíu og átta ára gamall í dag. Garðar lærði söng fyrst hér heima en fór að því loknu í framhaldsnám til Austurríkis, Danmerkur og Bretlands. Hann lét fyrst að sér kveða á plötu Samkórs Selfoss árið 1995 og hefur…

Sigurgeir Björgvinsson (1929-2015)

Sigurgeir Björgvinsson var kunnur harmonikkuleikari og kom víða við sem slíkur, hann byrjaði þó tónlistarferil sinn sem trymbill. Sigurgeir fæddist í Reykjavík vorið 1929, hann hóf snemma að vinna ýmis verkamannastörf og lærði síðar múrverk sem hann svo starfaði við út starfsævina. Hann hóf að leika með hljómsveitum upp úr seinni heimsstyrjöld, fyrst sem trommuleikari…

Tíglar [4] (1983-2008)

Hljómsveitin Tíglar (Tíglarnir) var langlíf sveit sem spilaði einkum gömlu dansana og lék um árabil á danshúsum í Reykjavík við fastráðningu, líftími hennar var líklega frá 1983 og fram á þessa öld, jafnvel til 2008 eða lengur en hin síðari ár starfaði hún fremur stopult. Meðlimaskipan Tígla var eitthvað á reiki enda starfa langlífar sveitir…

Hljómsveit Þórarins Óskarssonar (1950-89)

Básúnuleikarinn Þórarinn Óskarsson starfrækti fjölda hljómsveita um ævi sína en þær störfuðu á tímabili sem spannar um fjóra áratugi – þó með mörgum og mislöngum hléum. Fyrsta sveit Þórarins, Þ.Ó. kvintettinn (eða ÞÓ kvintett) starfaði í byrjun sjötta áratugarins en var stofnuð sumarið 1950, meðlimir hennar í upphafi voru líklega auk Þórarins sjálfs þeir Guðni…

Fjórir jafnfljótir (1957-60)

Forsaga hljómsveitarinnar Fjögurra jafnfljótra er sú að Skapti Ólafsson trommuleikari hafði stofnað hljómsveit sem lengi gekk ekki undir neinu nafni og þegar Freymóður Jóhannesson réði hana til að leika á böllum í Gúttó (1957), skírði hann sveitina og kallaði hana Fjóra jafnfljóta. Sagan segir reyndar að gárungarnir hafi kallað sveitina Fjóra jafnljóta. Ekki liggja fyrir…

Hljómsveit Skapta Ólafssonar (1955-60)

Skapti Ólafsson söngvari starfrækti eigin sveit 1955– 60, Hljómsveit Skapta Ólafssonar en hún var einnig nefnd Fjórir jafnfljótir, það nafn var komið frá Freymóði Jóhannessyni sem réði sveitina til að spila í Gúttó 1957. Stjórnandi sveitarinnar, Skapti Ólafsson var trommuleikari hennar og söngvari og ýmsir söngvarar sungu með henni um lengri og skemmri tíma, þeirra…