Soul deluxe (1993-95)

Soul deluxe var tíu manna hljómsveit frá Akranesi sem sérhæfði sig í soul- og fönktónlist en sveitin hafði auk hefðbundinna hljóðfæraleikara á að skipa blásurum. Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1993 til 95 og hugsanlega lengur, hún gæti hafa verið stofnuð við Fjölbrautaskóla Vesturlands – að minnsta kosti voru flestir meðlima hennar á…

Blúsboltarnir (um 1985-)

Blúsboltarnir er í raun ekki starfandi hljómsveit heldur sveit sem kemur saman einu sinni á ári á Akranesi, 30. desember ár hvert. Upphaf Blúsboltanna má rekja til þess er Rúnar Júlíusson bassaleikari og Tryggvi J. Hübner gítarleikari voru eitt sinn að spila á Hótel Akranesi fyrir margt löngu, það gæti hafa verið annað hvort árið…

Blúsboltarnir á Akranesi

Hljómsveitin Blúsboltarnir kveðja árið á Gamla kaupfélaginu á Akranesi í kvöld, 30. desember klukkan 22:00. Húsið opnar klukkan 21:00 og er miðaverðið kr. 3000, ekki er tekið við kortum. Blúsboltana skipa þeir Halldór Bragason söngvari og gítarleikari, Eðvarð Lárusson gítarleikari, Tryggvi J. Hübner gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari, Sigurþór Þorgilsson bassaleikari og Gunnar Ringsted söngvari og…

Samfélagslega ábyrgt Blúskvöld á Café Rósenberg

Blúsfélag Reykjavíkur heldur svokallað Samfélagslega ábyrgt Blúskvöld á Café Rósenberg Klapparstíg 27, mánudagskvöldið 6. febrúar nk. klukkan 21. Það verða Blúsboltarnir sem stíga á svið en það eru þeir Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Eðvarð Lárusson gítarleikari, Tryggvi Hübner gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari og Sigurþór Þorgilsson bassaleikari. Allur ágóði af Blúskvöldinu rennur í sjúkrasjóð Tomma…

Mr. Moon (1994-95)

Funksveitin Mr. Moon frá Akranesi var starfandi 1994 og 95 og átti lag á safnplötunni Sándkurl 2 síðara árið. Meðlimir sveitarinnar voru þá Daði Birgisson hljómborðsleikari, Einar Þór Jóhannsson gítarleikari, Guðmundur Claxton trommuleikari, Davíð Þór Jónsson saxófónleikari, Hrafn Ásgeirsson saxófónleikari, Sigurþór Þorgilsson trompetleikari og Sigurdór Guðmundsson bassaleikari. Nánari upplýsingar var ekki að finna um þessa…

Paxromania (1991)

Rafblússveitin Paxromania frá Akranesi starfaði 1991 og keppti þá í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru Einar Harðarson gítarleikari, Sigurþór Þorgilsson bassaleikari, Svanfríður Gísladóttir söngkona og Óskar Pétursson trommuleikari. Paxromania komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.