Aretha Franklin – heiðurstónleikar

Stefanía Svavarsdóttir og Elísabet Ormslev stíga á svið í gervi Arethu Franklin og flytja ódauðleg lög drottningar sálartónlistarinnar í Ölveri þann 20. nóvember nk. klukkan 20. Með sér hafa þær frábæra hljómsveit skipuð úrvals tónlistarfólki sem skapar magnaðan hljóðheim og ógleymanlega stemningu. Aretha Franklin (1942–2018) var ein áhrifamesta og ástsælasta söngkona allra tíma. Hún hóf…

Sælgætisgerðin (1994-97)

Sextettinn Sælgætisgerðin var sýrudjass- og funksveit sem spratt upp úr tónlistarskóla FÍH haustið 1994 en sveitin innihélt sex meðlimi sem þá voru í námi við skólann og áttu eftir að gera góða hluti í íslensku tónlistarlífi. Sælgætisgerðin átti sér heimavöll á Glaumbar við Tryggvagötu í hartnær eitt ár þar sem sveitin spilaði sig saman öll…

Svalbarði [4] (2008)

Svalbarði var nafn á djasshljómsveit sem var skammlíf, starfandi árið 2008 og kom líkast til fram opinberlega aðeins fáeinum sinnum. Um var að ræða sjö manna sveit og voru meðlimir hennar allt kunnir tónlistarmenn, þeir Róbert Þórhallsson bassaleikari sem var líklega titlaður hljómsveitarstjóri, Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Vignir Þór Stefánsson hljómborðsleikari, Ólafur Hólm trommuleikari, Steinar Sigurðarson…

Súper 7 (1996-97)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Súper 7 (Super 7) starfaði á höfuðborgarsvæðinu veturinn 1996-97 og lék í nokkur skipti á Gauki á Stöng, jafnvel víðar. Sveitin var sprottin upp úr fönksveitinni Sælgætisgerðinni en þaðan komu þrír meðlimir hennar, enda mun hún hafa verið skilgreind sem diskó-, funk-, acid- og rappsveit og þess vegna brugðið fyrir…

Straumar og Stefán (1998 / 2004)

Hljómsveitin Straumar og Stefán var sálarhljómsveit sem segja má að hafi starfað undir þeim formerkjum sem Sálin hans Jóns míns gerði í upphafi en sveitin var einmitt að mestu leyti skipuð meðlimum sem á einhverjum tímapunkti störfuðu í Sálinni. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1998 og lék þá í fáein skipti soul tónlist…

Blúsbræður [6] (1999)

Árið 1999 starfaði hljómsveit sem bar nafnið Blúsbræður, líklega á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir hennar voru Matthías Stefánsson gítarleikari, Ingvi R. Ingvason trommuleikari og söngvari, Árni Björnsson bassaleikari, Tómas Malmberg söngvari, Gunnar Eiríksson munnhörpuleikari og söngvari, Jóhann Ólafur Ingvason hljómborðsleikari, Ólafur Jónsson saxófónleikari og Snorri Sigurðarson trompetleikari. Af hljóðfæraskipaninni að dæma má ætla að sveitin hafi sérhæft…

Nornaseiður (1998)

Djassbandið Nornaseiður var sett saman fyrir eina uppákomu á vegum Jazzklúbbs Akureyrar sumarið 1998 en tilefnið var að þrjátíu ár voru þá liðin frá því að Miles Davis sendi frá sér plötuna Bitches brew. Meðlimir Nornaseiðs voru Hilmar Jensson gítarleikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Eyþór Gunnarsson píanóleikari, Snorri Sigurðarson trompetleikari, Guðni Finnsson bassaleikari og Ólafur Björn…

Ðí Kommittments (1993-94)

Vorið 1993 hélt nemendafélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti árshátíð sína meðal annars með söngskemmtun eða söngleik sem byggð var á kvikmyndinni The Commitments og hafði notið mikilla vinsælda hérlendis sem annars staðar tveimur árum fyrr. Uppfærsla FB var staðfærð yfir á Breiðholtið og fljótlega var ljóst að tónlistin myndi slá í gegn, þegar ellefu manna hljómsveit…

Skuggasveinar [3] (2008)

Platan Minni karla frá árinu 2008 hafði að geyma lög úr fórum Tony Joe White, Bandaríkjamanns sem menn hafa í gegnum tíðina tengt fenjarokki. Textarnir á plötunni eru eftir Braga Valdimar Skúlason. Sveitin sem spilaði undir kallaði sig Skuggasveina en hún var skipuð þeim Guðmundi Kristni Jónssyni, Guðmundi Péturssyni, Kristni Snæ Agnarssyni, Mikael Svensson, Eyjólfi…

Skuggasveinar [3] – Efni á plötum

Skuggasveinar [3] – Minni karla: Skuggasveinar flytja lög Tony Joe White Útgefandi: Sena Útgáfunúmer: SCD 382 Ár: 2008 1. Ef þú undrast 2. Hættur að drekka 3. Litlar konur 4. Af tollheimtu djöfulsins 5. Drunginn sækir að mér 6. Ég sá það var gott 7. Ef ég veld þér vonbrigðum 8. Á meðan gröfin enn er…