Stælar [1] (1969-70)

Hljómsveit sem bar nafnið Stælar var starfrækt á Húsavík undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar, líklega veturinn 1969-70 og hugsanlega lengur. Takmarkaðar upplýsingar er að finna um þessa sveit en söngvari hennar var Hólmgeir Hákonarson sem var þá rétt innan við tvítugt, gera má ráð fyrir að aðrir meðlimir Stæla hafi verið á svipuðum aldri,…

Stuðlar [2] (1976-79)

Hljómsveit sem bar nafnið Stuðlar starfaði á Húsavík á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og virðist hafa verið eins konar harmonikkuhljómsveit eða hafa sérhæft sig í gömlu dönsunum. Upplýsingar um þessa sveit eru ekki miklar en fyrir liggur að hún starfaði að minnsta kosti á árunum 1976 til 79 (e.t.v. lengur) og að meðal…

Stefán Helgason (1951-)

Húsvíkingurinn Stefán Helgason fékk sinn skerf af fimmtán mínútna frægð er hann sigraði hæfileikakeppni í sjónvarpsþættinum Óskastundinni sem Stöð 2 stóð fyrir árið 1992 en þar lék hann listivel á munnhörpu. Í kjölfarið var hann eitthvað fenginn til að skemmta og kom m.a. fram í þættinum Þeytingi í Ríkissjónvarpinu árið 1995 og lék listir sínar…

Combo 5 (1995)

Combo 5 var skammlíf djassveit sem lék á tónleikum á vegum Jazzþings sumarið 1995. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Grétar Sigurðsson saxófónleikari, Jón Aðalsteinsson píanóleikari, Elvar Bragason gítarleikari, Heimir Harðarson bassaleikari og Stefán Helgason trommuleikari.

Fimm [2] (1984-85)

Hljómsveitin Fimm starfaði á Húsavík veturinn 1984 til 1985, meðlimir þeirrar sveitar voru Sigurður Friðriksson hljómborðsleikari, Leifur Vilhelm Baldursson gítarleikari, Stefán Helgason trommuleikari, Hafliði Jósteinsson söngvari og Karl Hálfdánarson bassaleikari. Sveitin var líklega í sveitaballageiranum og lék aðallega fyrir norðan en allar frekari upplýsingar um hana eru vel þegnar.

Svarti túlípaninn (1973-75)

Hljómsveitin Svarti túlípaninn starfaði um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar, á árunum 1973 til 75, á Húsavík eða nágrenni. Svarti túlípaninn var stofnuð árið 1973 og voru meðlimir hennar þeir Þorvaldur Daði [Halldórsson?] gítarleikari, Halldór Hákonarson bassaleikari, Stefán Helgason trommuleikari, Theódór Sigurðsson gítarleikari og Guðmundur Valur Stefánsson söngvari og gítarleikari. Einhverjar mannabreytingar urðu á Svarta…