Afmælisbörn 27. apríl 2025

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Í fyrsta lagi er það hljómborðsleikarinn Stefán Helgi Henrýsson en hann er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Stefán hefur leikið með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina, Sóldögg er þeirra þekktust enda hefur sú sveit sent frá sér fjölda laga og platna en einnig…

Afmælisbörn 27. apríl 2023

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Það er annars vegar hljómborðsleikarinn Stefán Helgi Henrýsson en hann er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Stefán hefur leikið með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina, Sóldögg er þeirra þekktust enda hefur sú sveit sent frá sér fjölda laga og platna en einnig má…

Testimony soul band co. (1992-93)

Soulsveitin Testimony soul band co. starfaði í um tvö ár snemma á tíunda áratug liðinnar aldar. Meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Þór Eggertsson gítarleikari, Benedikt Gunnar Ívarsson bassaleikari, Stefán B. Henrýsson hljómborðsleikari, Birgir Þórsson trommuleikari, Helena Káradóttir söngkona, Ingibjörg Erlingsdóttir söngkona og Richard Todd Lieca söngvari. Meðlimir Testimony soul band co. áttu síðar eftir að birtast…

Kandís [1] (1992-93)

Hljómsveitin Kandís var fremur skammlíf soulhljómsveit sem kom með nokkrum látum inn á sjónarsviðið en hvarf þaðan jafnharðan aftur. Kandís var stofnuð haustið 1992 af Kanadamanninum George Grosman en honum hafði boðist að vera með tvö lög á safnplötunni Lagasafnið 2 sem þá var væntanleg fyrir jólin, sveitin var stofnuð í þeim tilgangi. Annað lagið…

Blautir dropar (1991-92)

Blautir dropar er hljómsveit úr Reykjavík sem starfaði um og eftir 1990, og innihélt Stefán Henrýsson hljómborðsleikara (Sóldögg o.fl.), Arnþór Örlygsson gítarleikara (Addi 800), Erlend Eiríksson söngvara, Gunnar Þór Eggertsson gítaraleikara (Vinir vors og blóma, Land og synir o.fl.) og Brynjar Reynisson bassaleikara. Þannig skipuð átti sveitin lag á safnplötunni Húsið sem gefin var út…

Neyðin (1989)

Hljómsveitin Neyðin starfaði í Reykjavík árið 1989 en þá tók hún þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir sveitarinnar voru Stefán H. Henrýsson hljómborðsleikari (Sóldögg), Þórhallur G. Sigurðsson bassaleikari, Jón Þór Jónsson gítarleikari, Guðrún Oddsdóttir söngkona, Guðlaugur Þorleifsson trommuleikari og Þórður Vagnsson saxófónleikari.