Svif (1995-96)

Hljómsveitin Svif starfaði í nokkra mánuði árið 1995 og 96 og var sérstæð að því leyti að hún hafi enga fasta liðsskipan. Sveitin sem mestmegnis mun hafa leikið hefðbundna blús- og soultónlist kom fyrst fram í júní 1995 og voru meðlimir hennar þá Georg Bjarnason bassaleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Guðmundur Pétursson gítarleikari og Þór Breiðfjörð…

Scandall (2001-05)

Hljómsveit sem bar nafnið Scandall (Skandall) starfaði með hléum á árunum 2001 til 2005, og skartaði hún meðlimum úr þekktum sveitaballahljómsveitum sem þá voru í fríi, sveitin spilaði mestmegnis á höfuðborgarsvæðinu en lék þó eitthvað lítillega á landsbyggðinni. Scandall var stofnuð í upphafi árs 2001 eða í lok ársins á undan og voru meðlimir hennar…

Miðbunuþvag (2001)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Miðbunuþvag, fyrir liggur að Ingvar Valgeirsson gítarleikari og Stefán Örn Gunnlaugsson hljómborðsleikari voru meðlimir sveitarinnar en upplýsingar vantar um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan hennar. Miðbunuþvag starfaði árið 2001.

Reggae on ice (1992-99)

Þótt Reggae on ice muni seint skipa sér meðal stærstu hljómsveita íslenskrar poppsögu er þó tvennt sem hennar verður minnst fyrir, annars vegar að vera fyrsta hljómsveitin á Íslandi til að sérhæfa sig í reggí-tónlist, hins vegar fyrir að ala upp af sér tónlistarmennina Matthías Matthíasson og Stefán Örn Gunnlaugsson. Réttast er að tala um…

Nasistamellurnar (2002-03)

Nasistamellurnar, dúett þeirra Stefáns Arnar Gunnlaugssonar píanóleikara og söngvara og Ingvars Valgeirssonar gítarleikara og söngvara, starfaði 2001 – 2003 en þá skemmtu þeir félagar aðallega á pöbbum þar sem þeir spiluðu tónlist úr ýmsum áttum. Nafnið Nasistamellurnar mun eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á fólki og svo fór að þeir komu fram undir lokin undir…

Not correct (1992-93)

Hljómsveitin Not correct var hipparokkssveit úr Hafnarfirðinum sem keppti m.a. í Músíktilraunum 1992. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Gunnar Appleseth söngvari, Eysteinn Eysteinsson trommuleikari (Papar o.fl.), Ingimundur Óskarsson bassaleikari (Reggae on ice, Viking giant show o.fl.), Stefán Gunnlaugsson hljómborðsleikari (Buff, Reggae on ice) og Andrés Gunnlaugsson gítarleikari (Viking giant show, Sixties o.fl.). Allir áttu þeir eftir að…

Yrja (1993-94)

Hljómsveitin Yrja (1993-94) var að mestu skipuð Hafnfirðingum en var stofnuð í kjölfar þess að tvær söngkonur úr Menntaskólanum í Reykjavík, þær Margrét Sigurðardóttir (sem sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna 1992) og Kristbjörg Kari Sólmundardóttir, unnu að árshátíðarlagi fyrir skólann sinn. Til liðs við sig fengu þær Hafnfirðingana í hljómsveitinni Not correct í verkefnið sem vatt upp…