Hljómsveit Örvars Kristjánssonar (1972-98)

Harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson starfrækti hljómsveitir um árabil í eigin nafni og mætti skipta þeim í tvennt, annars vegar þær sem hann var með norður á Akureyri – hins vegar þær sem störfuðu fyrir sunnan. Fyrsta hljómsveit Örvars starfaði einmitt á Akureyri og mun hafa tekið til starfa haustið 1969 sem tríó, sveitin lék eitthvað til…

Hljómsveit Karls Lilliendahl (1958 / 1960-61 / 1964-72)

Gítarleikarinn Karls Lilliendahl var einn fjölmargra sem hófu að starfrækja hljómsveit um og upp úr miðri 20. öldinni en algengt var þá að sveitir væru í nafni hljómsveitarstjórans og að lausráðnir söngvarar syngju með sveitunum um lengri eða skemmri tíma en væru í raun ekki hluti af hljómsveitinni. Karl hafði fyrst verið með skólahljómsveit þegar…

Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar (1974-2004)

Tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson starfrækti hljómsveit/ir líklega nokkuð samfleytt í um þrjá áratugi eða allt frá árinu 1974 og fram á þessa öld, jafnframt hefur hljómsveitin komið við sögu á nokkrum plötum en tvær þeirra voru gefnar út í nafni sveitarinnar. Birgir Gunnlaugsson stofnaði sína fyrstu hljómsveit af því er virðist árið 1974 og voru meðlimir…

Hljómsveit Árna Elfar (1958-64 / 1981-85)

Píanistinn og myndlistarmaðurinn Árni Elfar starfrækti nokkrar hljómsveitir á starfsævi sinni, hann hafði t.a.m. verið með tríó sem starfaði á árunum 1952-53 en árið 1958 stofnaði hann danshljómsveit sem starfaði um nokkurra ára skeið á skemmtistöðum Reykjavíkur undir nafninu Hljómsveit Árna Elfar og var þá á meðal vinsælustu hljómsveita landsins. Tildrög þess að Hljómsveit Árna…

Tríó Kristjáns Magnússonar (1952-92)

Tríó Kristjáns Magnússonar píanóleikara var til í margs konar útfærslum, frá árinu 1952 og allt til ársins 1992 eða í um fjóra áratugi. Eins og gefur að skilja starfaði tríóið með hléum og með mismunandi meðlimaskipan. Fyrst er tríós Kristjáns getið í fjölmiðlum 1952 en það ár lék það á djasshátíð, m.a. með saxófónleikaranum Ronnie…

Hljómsveit Magnúsar Péturssonar (1953-73)

Píanóleikarinn Magnús Pétursson frá Akureyri starfrækti nokkrar hljómsveitir um ævi sína en sumar þeirra virðast hafa verið settar saman einvörðungu fyrir plötuupptökur, aðrar léku á skemmtistöðum höfuðborgararinnar. Fyrsta sveitin sem starfaði í nafni Magnúsar var í Keflavík árið 1953 en því miður eru heimildir um þessa sveit af skornum skammti. Sveitin lék mestmegnis í Bíókaffi…

Tríó Jóns Möller (?)

Píanóleikarinn Jón Möller starfrækti í gegnum tíðina nokkur djasstríó í sínu nafni en í öllum tilfellum var um að ræða skammlífar sveitir og á löngu tímabili. Það er fyrst árið 1959, þegar Jón var aðeins tvítugur, sem tríó í hans nafni kemur til sögunnar en svo ekki fyrr en 1977, engar upplýsingar er að hafa…

Tríó Egils B. Hreinssonar (1986-95)

Egill B. Hreinsson píanóleikari starfrækti um áratug djasstríó í sínu nafni, tríóið kom fram á fjölmörgum stökum djasstónleikum en einnig á alþjóðlegum djasshátíðum hérlendis. Skipan tríós Egils var með nokkuð mismunandi hætti eins og títt er með djasstríó, upphaflega voru þeir Tómas R. Einarsson konatrabassaleikari og Guðmundur R. Einarsson trommuleikari með honum en síðar komu…

Trad kompaníið (1978-84)

Trad kompaníið (Traditional kompaníið) var hljómsveit áhugamanna um djasstónlist sem kom reglulega saman og spilaði dixieland tónlist. Sveitin kom einkum fram fram á sjúkrastofnunum, skólum og þess háttar stöðum en spilaði einnig stundum á hefðbundnari tónleikastöðum. Einnig var gerður hálftíma tónlistarþáttur um sveitina sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu 1981. Meðlimir Trad kompanísins voru Kristján Magnússon…

Atlantic kvartettinn (1958-61)

Atlantic kvartettinn var eins konar undanfari hinnar eiginlegu Hljómsveitar Ingimars Eydal en sveitin var stofnuð sumarið 1958 af bræðrunum Ingimari og Finni Eydal, Edwin Kaaber og Sveini Óla Jónssyni. Hljómsveit Ingimars hafði reyndar starfað í einhverri mynd í nokkur ár og stundum var Atlantic kvartettinn reyndar kölluð Hljómsveit Ingimars Eydal þannig að saga sveitanna er…

Hljómsveit Ingimars Eydal (1953-93)

Hljómsveit Ingimars Eydal er þekktasta hljómsveit Akureyrar fyrr og síðar og skapaði sér mikla sérstöðu á ballmarkaðnum þegar frægðarsól hennar skein hvað hæst á sjöunda og áttunda áratug 20. aldarinnar. Sérstaðan fólst einkum í því að elta ekki tískustrauma bítla og hippa heldur að fara eigin leiðir með blandað prógramm sem fólkið vildi en Ingimar…