Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn (1991-)

Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn hefur verið starfandi með hléum allt frá árinu 1991 en gekk fyrstu árin undir nafninu Hinir demonísku Neanderdalsmenn. Sveitin hefur sent frá sér plötu og lög á safnplötum. Sveitin var stofnuð í Keflavík árið 1991 og gekk sem fyrr segir undir nafninu Hinir demónísku Neanderdalsmenn, tónlist sveitarinnar hefur verið skilgreind sem pönk…

Candyman (1987)

Hljómsveitin Candyman starfaði árið 1987 í fáeina mánuði undir því nafni en tók síðan upp nafnið Útúrdúr. Sveitin var stofnuð í Keflavík, gagngert til að taka þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíð í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1987. Ekki liggur alveg ljóst hverjir skipuðu sveitina í upphafi en Ragnheiður Eiríksdóttir og Sigurður Óli Pálmason…

Vonlausa tríóið (1989-92)

Vonlausa tríóið starfaði um nokkurra ára skeið í Keflavík og urðu jafnvel svo frægir að senda frá sér plötu. Tríóið mun hafa verið stofnað vorið 1989 og voru meðlimir þess alla tíð þeir sömu, Magnús Sigurðsson banjóleikari, Sverrir Ásmundsson kontrabassaleikari og Þröstur Jóhannesson gítarleikari. Allir þrír sungu. Fljótlega eftir stofnun hófu þeir félagar að leika…

Texas Jesús (1993-96 / 2008-)

Hljómsveitin Texas Jesús vakti nokkra athygli á síðasta áratug 20. aldarinnar fyrir frumlegheit og skemmtilega sviðsframkomu. Sveitin sem starfaði í Keflavík hófst sem samstarf Sigurðar Óla Pálmasonar og Sverris Ásmundssonar og segir sagan að dúettinn hafi í fyrst gengið undir nafninu Ástardúettinn Siggi og Sverrir. Smám saman bættist í hópinn og vorið 1993 hlaut hann…

Útúrdúr (1987-88)

Keflvíska hljómsveitin Útúrdúr starfaði í um eitt og hálft ár og skartaði m.a. söngkonu sem átti eftir að gera garðinn frægan síðar meir. Útúrdúr var stofnuð 1987 og tók þátt í hljómsveitakeppni á útihátíð sem haldin var um verslunarmannahelgina í Húsafelli. Engar sögur fara af frammistöðu sveitarinnar þar en vorið eftir (1988) var sveitin meðal…

Hvítar reimar (1987)

Hljómsveitin Hvítar reimar úr Keflavík og Sandgerði var stofnuð snemma vors 1987 og keppti nokkru síðar í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður R. Óskarsson hljómborðsleikari, Guðmundur Skúlason trommuleikari, Lárus F. Guðmundsson söngvari og Sverrir Ásmundsson bassaleikari. Hún komst ekki áfram í úrslit tilraunanna.