Íslenski blásarakvintettinn (1976-88)

Íslenski blásarakvintettinn starfaði um nokkurra ára skeið á árunum 1976 til 1988 og lék þá á nokkrum tónleikum, plata var alla tíð í farvatninu en kom þó aldrei út. Kvintettinn var stofnaður árið 1976 og framan af voru í honum Manuela Wiesler flautuleikari, Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari, Kristján Þ. Stephensen óbóleikari, Stefán Þ. Stephensen hornleikari…

Moldrok (1974-75)

Hljómsveitin Moldrok starfaði í nokkra mánuði veturinn 1974-75 en dó drottni sínu áður en hún næði að láta til sín taka af einhverri alvöru. Sveitin var stofnuð síðsumars 1974 upp úr Gaddavír en flestir meðlimir sveitarinnar höfðu verið í henni, þeir voru Bragi Björnsson bassaleikari, Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari og Þorkell Jóelsson trommuleikari (allir úr Gaddavír),…

Brak og brestir [2] (1993-)

Brak og brestir er einhvers konar lúðrasveit sem starfað hefur í Mosfellsdalnum að minnsta kosti síðan 1993 undir stjórn Þorkels Jóelssonar. Sveitin spilar reglulega á skemmtunum í heimabyggð sinni s.s. þorrablótum og við hátíðleg tilefni en stærð hennar og skipan mun vera all breytileg.

Gaddavír (1969-73)

Hljómsveitin Gaddavír úr Reykjavík var nokkuð þekkt á sínum tíma en hún starfaði um fjögurra ára skeið um og upp úr 1970. Hún var stofnuð sumarið 1969 og gekk fyrst undir nöfnum eins og Gröfin og síðan Friður, var fyrst um sinn fimm manna en þegar meðlimum sveitarinnar fækkaði niður í þrjá hlaut hún nafnið…

Logar (1964-)

Hljómveitin Logar var stofnuð 1964 af meðlimum annarrar sveitar, Skugga frá Vestmannaeyjum en þeir voru Helgi Hermannsson söngvari, Henry A. Erlendsson bassaleikari, Hörður Sigmundsson trommuleikari og Grétar Skaptason gítarleikari (d. 1979), Guðni Þ. Guðmundsson harmonikku- og orgelleikari (síðar organisti) mun einnig hafa verið meðal stofnmeðlima og leikið með sveitinni fyrsta hálfa árið. Auk þeirra bættist…