Moldrok (1974-75)

Moldrok

Hljómsveitin Moldrok starfaði í nokkra mánuði veturinn 1974-75 en dó drottni sínu áður en hún næði að láta til sín taka af einhverri alvöru.

Sveitin var stofnuð síðsumars 1974 upp úr Gaddavír en flestir meðlimir sveitarinnar höfðu verið í henni, þeir voru Bragi Björnsson bassaleikari, Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari og Þorkell Jóelsson trommuleikari (allir úr Gaddavír), Ingvi Þór Kormáksson píanóleikari og Helga Möller söngkona.

Moldrok hóf að leika á skemmtistöðum borgarinnar sem og á Keflavíkurflugvelli en Helga söngkona hætti eftir fáeinar vikur um haustið, sveitin starfaði áfram fram á vorið 1975 en þá var saga hennar öll.