Hlekkir (1975-77)

Unglingahljómsveitin Hlekkir starfaði í Digranesskóla í Kópvogi um nokkurra ára skeið á síðari hluta áttunda áratugarins, frá1975 og til 1977 eða 78 en sumarið 1978 kom fram hljómsveit sem bar nafnið Ævar og var líklega stofnuð upp úr Hlekkjum. Meðlimir Hlekkja voru þeir Birgir Baldursson trommuleikari, Jóhann Morávek bassaleikari, Gunnsteinn Ólafsson hljómborðsleikari, Þröstur Þórisson gítarleikari…

Swingbræður [1] (1979-80)

Hljómsveitin Swingbræður er flestum gleymd og grafin en hennar hefur verið minnst sem fyrstu hljómsveitar Sigurðar Flosasonar saxófónleikara. Swingbræður var unglingahljómsveit, líklega stofnuð árið 1979 en hún kom fyrst fram í upphafi árs 1980 og vakti þá strax athygli enda hafði hún að geyma kornunga djasstónlistarmenn, 16-18 ára gamla en þá hafði verið eins konar…

Saga Class [2] (1993-2014)

Um langt árabil var hljómsveit starfandi undir nafninu Saga Class (einnig voru rithættirnir Saga Klass og Sagaklass notaðir) en sveitin var lengst af húshljómsveit í Súlnasal Hótel Sögu enda vísar nafn sveitarinnar til hótelsins. Hópurinn sem skipaði sveitina hafði um nokkurra ára skeið á undan verið starfandi undir nafninu Sambandið og hafði meira að segja…

Flækingarnir (1990-91)

Hljómsveitin Flækingarnir starfaði um eitt ár 1990 og 91 og var mestan part starfstíma síns húshljómsveit á Hótel Íslandi, frá því um haustið 1990 til vors 91 en um sumarið lék sveitin á stöðum eins og Firðinum í Hafnarfirði og víðar. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristján Óskarsson hljómborðsleikari, Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Sigurður Helgason trommuleikari og…

Choice (1981-82)

Hljómsveitin Choice var stofnuð 1981 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Þröstur Víðir Þórisson gítarleikari, Jón Björgvinsson trommuleikari, Svanur Elíson söngvari og Svanþór Ævarsson bassaleikari. Sveitin hafði aldrei leikið opinberlega hér heima þegar henni bauðst að spila í Svíþjóð sem og þeir þáðu og störfuðu þeir þar um tíma, reyndar varð…

Burgeisar (1987-88)

Hljómsveitin Burgeisar starfaði í nokkra mánuði 1987 og 88. Sveitin var stofnuð um haustið 1987 og lék fyrst um sinn á Hótel Sögu. Eftir áramótin 1987-88 var hún hins vegar ráðin sem húshljómsveit í Þórscafé en um það leyti var settur þar á svið Þórskabarettinn Svart og hvítt. Þar lék sveitin þar til hún hætti…

Santos (1986-87)

Hljómsveitin Santos var veturinn 1986-87 húshljómsveit í Þórscafé. Sveitin var stofnuð um vorið 1986, hlaut nafn um sumarið og starfaði fram í júní 1987. Meðlimir Santos voru Halldór Olgeirsson trommuleikari, Sveinn Guðjónsson hljómborðsleikari [?], Gunnar Guðjónsson bassaleikari [?], Sigurður Jónsson saxófónleikari [?] og Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari. Þeir Halldór og Sveinn mynduðu síðar dúettinn Svenson og…

LagEr (1980-81)

Hljómsveitin LagEr varð ekki langlíf, starfaði um nokkurra mánaða skeið veturinn 1980-81. Meðlimir hennar voru Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Jón Björgvinsson trommuleikari, Jóhann Morávek bassaleikari, Ólafur Örn Þórðarson hljómborðsleikari (ein heimild segir Ólafur Sigurðsson) og Jón Rafn Bjarnason söngvari. Sá síðarnefndi hafði einmitt stuttu áður sent frá sér litla tveggja laga sólóplötu. LagEr var sem fyrr…