Strúna og strumparnir (1995)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit frá Vík í Mýrdal sem starfaði sumarið 1995 undir nafninu Strúna og strumparnir, hugsanlega var um að ræða unglingahljómsveit. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, starfstíma hennar og annað sem þykir við hæfi í umfjölluninni.

Spor í rétta átt [félagsskapur] (1992-97)

Spor í rétta átt var félagsskapur austur í Vík í Mýrdal en um var að ræða félag harmonikku- og dansunnenda á svæðinu  sem starfaði á árunum 1992 til 97 að minnsta kosti. Félagið var stofnað vorið 1992 og sama haust voru í því á milli fjörutíu og fimmtíu meðlimir sem hlýtur að teljast dágott í…

Skólakór Mýrdalshrepps (1988-)

Öflugur skólakór starfaði lengi við Víkurskóla undir stjórn Önnu Björnsdóttur síðustu öld og svo virðist sem hann hafi jafnframt starfað eitthvað eftir aldamótin, kórinn hefur sent frá sér plötur. Skólakór Mýrdalshrepps mun hafa verið stofnaður um haustið 1988 og frá upphafi var Anna Björnsdóttir stjórnandi kórsins en hann hóf að koma fram opinberlega í heimabyggð…

Skólahljómsveit Mýrdalshrepps (1989-2002)

Skólahljómsveit Mýrdalshrepps var starfrækt við tónlistarskólann í Vík í Mýrdal um nokkurra ára skeið fyrir og um síðustu aldamót, rétt um öld eftir að lúðrasveit starfaði þar í bæ í fyrsta sinn. Sveitin, sem var alla tíð nokkuð fjölmenn og innihélt á milli 20 og 30 meðlimi sem þykir gott í svo litlu samfélagi, mun…

Barrokk [1] (1987)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem starfaði að öllum líkindum í Vík í Mýrdal árið 1987. Sveit þessi var áreiðanlega starfandi mun lengur en það eina ár, aukinheldur sem engar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar. Allar mögulegar upplýsingar um þessa sveit óskast því sendar Glatkistunni.

Granít (1997-)

Hljómsveitin Granít er starfandi í Vík í Mýrdal en hún hefur á að skipa nokkrum mönnum komna á miðjan aldur. Meðlimir sveitarinnar eru Sveinn Pálsson gítarleikari, Guðmundur Pétur Guðgeirsson trommuleikari, Hróbjartur Vigfússon gítarleikari (Tónabræður) og Bárður Einarsson bassaleikari. Sveitin hefur ávallt leikið undir á skemmtuninni Raularanum sem haldin hefur verið í Mýrdalnum allt frá 1997 [?]…

Rocket (1984-86)

Hljómsveitin Rocket (síðar Lögmenn) naut mikilla vinsælda á heimaslóðum sínum í Vík í Mýrdal og nærsveitum um og eftir miðjan níunda áratuginn. Sveitin var stofnuð 1984 og tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1985, þá skipuð þeim Birni Leifi Þórissyni söngvara og hljómborðsleikara, Einari B. Hróbjartssyni gítarleikara, Birni Sigurðssyni bassaleikara og Guðmundi Stefánssyni trommuleikara, sveitin…