Ýr (1973-78)
Ísfirska hljómsveitin Ýr varð ein fyrst rokksveita af landsbyggðinni til að gefa út plötu en þekktust er hún líklega fyrir framlag sitt, Kanínuna, sem Sálin hans Jóns míns gerði síðar sígilt. Ýr var stofnuð á Ísafirði haustið 1973 og voru stofnmeðlimir sveitarinnar Hálfdan Hauksson bassaleikari (B G & Ingibjörg), Guðmundur Þórðarson gítarleikari, Rafn Jónsson (Rabbi)…



