Afmælisbörn 7. júlí 2015

Aðalbjörn Tryggvason

Aðalbjörn Tryggvason

Tveir söngvarar og gítarleikarar eiga afmæli í dag:

Aðalbjörn Tryggvason söngvari og gítarleikari Sólstafa er þrjátíu og átta ára gamall í dag, Sólstafir hefur starfað síðan 1995 og liggja vel á annan tug útgáfa eftir sveitina. Sólstafir er þó ekki eina sveitin sem Aðalbjörn starfar með því hann hefur einnig leikið með Melrökkum sem einkum hafa sérhæft sig í tónlist Metallica.

Annar gítarleikari og söngvari á afmæli í dag, Vignir Snær Vigfússon jafnan kenndur við Írafár, er þrjátíu og sex ára. Vignir sem kemur upphaflega frá Kirkjubæjarklaustri, hefur leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Fljótinu sem rann, Dægurlagakombóinu, Rokk og Vinum Sjonna sem kepptu fyrir hönd Íslendinga í Eurovision 2011, Vignir hefur reyndar oftar farið sem einn af fulltrúum Íslands í keppnina. Vignir hefur ennfremur starfað við upptökur og útsetningar auk þess að hafa samið fjöldann allan af þekktum lögum.