Afmælisbörn 12. september 2015

Þorbjörn Sigurðsson - Copy

Þorbjörn Sigurðsson

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar:

Þorbjörn (Tobbi) Sigurðsson hljómborðs- og gítarleikari og söngvari er þrjátíu og sex ára gamall. Fáir hafa spilað með jafn mörgum hljómsveitum og Þorbjörn en meðal þeirra sem hafa notið þjónustu hans eru Byltan, Írafár, Tristian, Dr. Spock, Ensími, Jeff who?, Motion boys og Mugison bandið. Hann hefur einnig sungið með Schola Cantorum.

Freymóður Jóhannsson laga- og textahöfundur (1895-1973) átti einnig afmæli á þessum degi en höfundarnafn hans var einmitt Tólfti september, eftir fæðingardeginum. Freymóður samdi fjölda laga sem allir kannast við og má sem dæmi nefna Bergmál hins liðna, Draumur fangans, Litli tónlistarmaðurinn, Í faðmi þér og Frostrósir, systkinin Elly og Vilhjálmur Vilhjálms gerðu lögum hans skil á einni plötu sinna.