Afmælisbörn 4. nóvember 2016

Jóhannes úr Kötlum

Jóhannes úr Kötlum

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar í dag:

Það er ljóðskáldið Jóhannes (Bjarni Jónasson) úr Kötlum (1899-1972) sem hefði átt afmæli þennan dag. Fjöldi tónlistarfólks hefur í gegnum tíðina fært ljóð Jóhannesar í lagaform og gefið út á plötum, þeirra á meðal má nefna Valgeir Guðjónsson sem reyndar á að baki þrjár plötur byggðar á ljóðum hans, Halldór Kristinsson, Barnakór Akureyrar o.fl., og enn fleiri hafa sent frá sér stök lög við ljóð Jóhannesar s.s. Guðmundur Rúnar Lúðvíksson, Þrír háir tónar o.fl. svo fáeinir séu hér nefndir. Rödd skáldsins hefur ennfremur heyrst á plötum en þar má nefna plötuna Stjörnufákur: Jóhannes úr Kötlum les eigin ljóð (1979).