
Sigurður Birkis
Afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins að þessu sinni en ekkert þeirra er á lífi:
Sigurður Birkis óperusöngvari átti afmæli á þessum degi. Sigurður (1893-1960) var tenórsöngvari sem menntaði sig í list sinni í Danmörku og Ítalíu en sneri heim að því loknu og vann hér mikið brautryðjendastarf, stofnaði fjölda kirkjukóra, kenndi söng og gegndi fyrstur manna stöðu söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar.
Dr. Victor Urbancic (fæddur 1903) hafði einnig þennan afmælisdag. Hann var Austurríkismaður, doktor í tónvísindum, sem flúði hingað til lands undan nasistum, starfaði hér sem organisti, kenndi tónlist auk þess að stjórna bæði kórum og hljómsveitum. Hann lést 1958.
Af afmælisbörnum dagsins skal síðastan nefna söngvarann Erling Ágústsson úr Vestmannaeyjum en hann lést 1999. Erling fæddist 1903, söng með ýmsum danshljómsveitum á sinni ævi en kom þó ekki við sögu nema á tveimur plötum sem innihéldu alls fjögur lög. Öll nutu þau þó vinsælda.