Afmælisbörn 24. janúar 2019

Sólbjörg Björnsdóttir

Í dag eru tvö afmælisbörn skráð hjá Glatkistunni:

Reynir Gunnarsson saxófónleikari úr Dúmbó og Steina frá Akranesi er sjötíu og eins árs gamall á þessum degi. Reynir kom auðvitað við sögu á plötum Dúmbós en hefur lítið fengist opinberlega við tónlist allra síðustu árin, saxófónleik hans má þó heyra í söngleiknum Hunangsflugur og villikettir sem Grundaskóli á Akranesi setti á svið en plata kom út því tengt.

Þá á óperusöngkonan Sólbjörg Björnsdóttir þrjátíu og sex ára afmæli í dag. Sólbjörg sem kemur upphaflega frá Akureyri nam söng og píanóleik hér á landi, í Bretlandi og Hollandi en hún hefur búið í síðast nefnda landinu hin síðustu ár. Hún hefur sungið með ýmsum kórum og í óperuuppfærslum, og hefur sungið á ótal tónleikum hér heima og erlendis.