Afmælisbörn 21. febrúar 2019

Addi rokk

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni:

Arnþór Kristján Jóhannes Jónsson (Addi rokk) hefði orðið áttatíu og sex ára gamall í dag en hann lést fyrir fáeinum dögum. Þessi skrautlegi tónlistarmaður og áhugaleikari kom víða við á ferli sínum, hann var Elvis eftirherma og starfrækti Tónatríóið og Tónabræður í mörg ár auk þess að vera í sveitum eins og Jónsbörnum, Como og Ómum. Margir muna eftir kappanum þegar hann birtist með Stuðmönnum í kringum Látúnsbarkakeppnina á níunda áratugnum, og svo aftur þegar umhverfisherferðin Græni herinn stóð sem hæst um aldamótin.