Marakvartettinn (1984-86 / 1990)

Strengjakvartett sem ýmist var nefndur Marakvartettinn eða Mararkvartettinn starfaði um skeið á níunda áratug síðustu aldar og lék aðallega dinnertónlist á veitingastaðnum Arnarhóli. Meðlimir kvartettsins voru Sean Bradley fiðluleikari, Martin Smith fiðluleikari, Anna McGuire lágfiðluleikari og Haukur F. Hannesson sellóleikari, þau voru öll í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Marakvartettinn kom líklega fyrst fram í tengslum við áramótadansleik…

Afmælisbörn 4. júlí 2019

Glatkistan hefur fjögur afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi: Fyrstan skal nefna rokkarann og Eurovision-farann Eirík Hauksson en hann er orðinn sextugur og á því stórafmæli. Eiríkur hefur hin síðustu ár starfað í Noregi og verið þar í hljómsveitum s.s. Artch en hér heima gerði hann garðinn frægan með ýmsum hljómsveitum, Start, Drýsill, Wanted,…

Afmælisbörn 3. júlí 2019

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Lýður Ægisson tónlistarmaður hefði orðið sjötíu og eins árs gamall í dag en hann lést fyrr á þessu ári. Lýður, sem var bróðir Gylfa Ægissonar tónlistarmanns og faðir Þorsteins Lýðssonar sem einnig hefur gefið út efni, sendi frá sér nokkrar sólóplötur á sínum tíma, þá…

Afmælisbörn 2. júlí 2019

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Bjarni Ragnarsson tónlistarmaður er fimmtugur á þessum degi. Margir muna eftir honum sem gítarleikara og lagahöfundi í hljómsveitinni Jet Black Joe sem fór mikinn upp úr 1990 en hann hefur einnig starfrækt fjöldann allan af hljómsveitum frá unga aldri, þar má nefna sveitir eins…

Afmælisbörn 1. júlí 2019

Þrjú afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Hreim Örn Heimisson söngvara, eða bara Hreim í Landi og sonum en hann er fjörutíu og eins árs gamall í dag. Hreimur söng og spilaði með nokkrum hljómsveitum áður en Land og synir komu til sögunnar, þar má nefna Föroingabandið, Sexappeal, Eins og hinir,…