G.B. kvartett [1] (1965)

Hljómsveit sem bar heitið G.B. kvartett lék á áramótadansleik á skemmtistaðnum Glaumbæ um áramótin 1965-66. Svo virðist sem sveitin hafi aðeins leikið í þetta eina skipti og því líklegt að hún hafi verið sett saman sérstaklega fyrir þennan viðburð og G.B. standi því jafnvel fyrir Glaumbæ.

Engar upplýsingar finnast um meðlimi sveitarinnar en Janis Carol söng með henni.