Afmælisbörn 11. júní 2020

Jón Þór Hannesson

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö:

Jón Þór Hannesson framleiðandi er sjötíu og sex ára gamall í dag. Hann hóf sinn tónlistartengda feril með rekstri ólöglegrar útvarpsstöðvar 1962 ásamt Pétri Steingrímssyni og var handtekinn fyrir uppátækið. Jón Þór var einnig í hljómsveitinni Tónum um miðjan sjöunda áratuginn áður en hann sneri sér upptökufræðum, þar sem hann tók upp margar hljómplötur, varð síðar einn stofnenda og eigenda Hljóðrita í Hafnarfirði auk þess sem hann rak Hljómplötuútgáfuna samhliða störfum hjá Ríkissjónvarpinu. Síðar varð hann framleiðandi í auglýsingagerð og leiðandi afl í þeim fræðum hérlendis.

Kristinn T. Haraldsson eða Kiddi rót eins og hann er iðulega nefndur, er sextíu og sex ára gamall. Hann er þekktastur fyrir framlag sitt sem rótari hljómsveita, meðal annars fyrir Júdas. Kiddi komst einnig í fréttirnar síðar sem ráðherrabílstjóri og rekstraraðili veitingahússins Kaffi Kidda rót.