Fljúgum hærra

Fljúgum hærra
(Lag og texti Jóhann G. Jóhannsson)
 
Er fullt tungl prýðir himininn
norðurljós og stjörnuskin
glugginn opinn upp á gátt
á kústinum flýg ég hátt.

Beislað hef ég myrkravöld,
stefni á nornafund í kvöld
á einu þær báða
þar verða ráðin örlög þín.

Fljúgum hærra, hærra, fljúgum hærra.
Fljúgum hærra, hærra, fljúgum hærra.

Á meðan brennur nornabál
álög verða á þig lögð,
við kunnum ótal vélabrögð. skoða betur ???

Svartigaldur heitir það
sem við munum hafast að,
við dauðadóm köllum yfir þig
ef þú vilt ekki þýðast mig.

Fljúgum hærra, hærra, fljúgum hærra.
Fljúgum hærra, hærra, fljúgum hærra.

Þú forsmáðir mína ást
fyrir það skaltu þjást,
þú munt sjá það hefnir sín,
sjálfur dauðinn mun vitja þín,
þú misnotaðir mig,
fyrir það ég dæmi þig – til dauða

Fljúgum hærra, hærra, fljúgum hærra.
Fljúgum hærra, hærra, fljúgum hærra.

[m.a. á plötunni Grýlurnar – Grýlurnar]