Flug

Flug
(Lag og texti: Ármann Guðmundsson)

Langt út í heiminn ég fljúgandi fer
og fjarlægu löndin skoða.
Þar ævintýrin bíða eftir mér,
ég aldrei samt fer mér að voða.

Hærra og hærra, já lengst upp í loft
við líðum um himingeiminn.
Lendum svo stundum en alls ekki oft
og allan við sjáum heiminn.

Á skýin við leggjumst svo skínandi hrein,
þau skemmtileg eru og hlý.
Við erum með fuglum og fiðrildum ein
uns fljúgum af stað á ný.

Á Grænlandi ísbjörn ég glíma vil við,
við gætum svo orðið vinir.

Í Afríku vil ég að afrískum sið
eltast við ljón eins og hinir.

Í Kína ég rannsaka voldugan vegg,
ég vappa‘ um hann enda á milli.

Og kengúrum áströlskum kem á legg,
með kænsku og meðfæddri snilli.

Á skýin við leggumst svo skínandi hrein,
þau skemmtileg eru og hlý.

Við erum með fuglum og fiðrildum ein
uns fljúgum af stað á ný.

Að endingu rakleiðis höldum við heim.
Því heima er besta að enda.

En engum við segjum frá sögum þeim
er sæl og glöð þar munum lenda.

Á hvað ertu alltaf að benda?
Á þá sem ég kveðju vil senda.

Í kross skulum kvæðinu venda.

[af plötunni Snæfríður og Stígur – Undarlegt hús: Tónlist úr Stundinni okkar 2006 – 2007]