Tímaspennitreyja
(Lag og texti: Þorgeir Tryggvason)
Alltaf sama sagan.
Tímans vagn er hastur.
Eiginlega fastur.
Gæti þurft að daga‘ hann.
Hvert ætli þetta stefni?
Verður þetta svona?
Nei, við verðum hitt að vona.
Ömurlegt að sætta sig við
endurtekið efni.
Tímaspennitreyja.
Það er ekki beisið,
tilbreytingarleysið,
verð ég bara að segja.
Alltaf sama sagan.
Tímans vagn er fastur.
Kann einhver að koma honum í lag?
[af plötunni Snæfríður og Stígur – Undarlegt hús: Tónlist úr Stundinni okkar 2006 – 2007]