Regnbogi

Regnbogi
(Lag / texti: Snæbjörn Ragnarsson / Sævar Sigurgeirsson)

Ég er að mála, mála
og mála endalaust.
Ég mála allan veturinn,
vor og sumar og haust.
Ýmist gult eða rautt
alltaf þegar það er blautt
upp til skýja, og nú vígja
ætla nýja regnbogann.

Ég er að mála, mála
og mála skref fyrir skref.
Ég neita mér um nöldur því
að nógu vinnu ég hef.
Allt er vistlegt og vænt
sem að vel er blátt og grænt.
Nú má rigna, sjáðu svigna
sæta, tigna regnbogann.

Ég er að mála, mála
og mála allt upp á nýtt.
Því veðriðr bæði vott og þurrt,
verður kalt eða hlýtt.
Þetta fer sem það fer,
furðu sama er nú mér.
Allt í fína, gerið grín
það gefur mínu lífi lit.

Ég er að mála, mála
því málamiðlunin er
að veðurstofan vilji hafa
vætutíðina hér.
Aldrei kvart eða kvein,
eða kvíðaröskun nein.
Vel og lengi, vinn með strengi
vildi‘ ég fengi stundum frí.

Ég er að mála, mála
og mála aftur og enn.
Því uppi á himins bláum boga
breytist spáin senn.
Glaður brunaði burt
ef það bara yrði spurt.
Ég er svangur, æ mitt angur
ætli hangi aldrei þurr?

Ég er að mála, mála
því mér var falin sú þraut
að ráfa um með rúllu og pensil
regnbogans á braut.
Mála ár eftir ár
ótrúlega launalár.
Regns í kuli raula þulu
rauður, gulur, grænn og blár.

[af plötunn Snæfríður og Stígur – Undarlegt hús: Tónlist úr Stundinni okkar 2006 – 2007]