Gullúrið

Gullúrið
(Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir og Herdís Hallvarðsdóttir / Grýlurnar)

Herrafataverslanirnar eru allar troðfullar af bindum.
Þingmennirnir okkar eru hver og einn með æði fyrir bindum.
Af hverju eru allir karlmenn svona veikir fyrir bindum?
Er það kannski vegna þess að þá finnst þeim þeir traustvekjandi á myndum?

Hvað gæti gerst ef öll þau bindi færu í hnút sem eru tekin út?
Það færi allt í hnút.
Hefur þú séð hárið
sem er bak við bindishnútinn?

Prófessorinn renndi niður buxnaklaufinni og tók út bindið.
Einkenni karlrembunnar umræddu er þó ekki bindið.
Ef að prófessorinn hefði til dæmis haft slaufu en ekki bindi
gæti skeð að skyrtulafar karlsins hefðu orðið fyrir árás?

Hvað gæti gerst ef öll þau bindi færu í hnút sem eru tekin út?
Það færi allt í hnút.
Hefur þú séð hárið
sem er bak við bindishnútinn?
Kaupum okkur bindi’ í næstu búð.

Í tilraun númer tvö tók prófessorinn ekki séns á neinu bindi
heldur hneppti frá sér jakkanum og tók út skyrtulafið og renndi.

Hvað gæti gerst ef öll þau bindi færu í hnút sem eru tekin út?
Það færi allt í hnút.
Hefur þú séð hárið
sem er bak við bindishnútinn?

[af plötunni Grýlurnar – Grýlurnar]