Flökkumannaljóð

Flökkumannaljóð
(Lag / texti: erlent lag / Freysteinn Gunnarsson)

Einn ég reika’ um eyðilegan stig
Enginn veit minn harm né skilur mig.
Dimmt er kvöldið, dauðakyrrt og hljótt.
Döpur verður þessi kalda nótt.

Langt er síðan sól á veg minn skein.
Sorgarnornin grimm mér fylgir ein.
Örlög sín fær enginn maður blekkt.
Allt mitt líf er stríð við kvöl og sekt.

Einn ég feta forlaganna stig,
finn ei lengur vorið kringum mig,
heyri’ ei lengur þýðan þrastaklið,
þrái’ aðeins dauðans hvíld og frið.

[m.a. á plötunni María Markan – [ep]]