Blóm Íslands

Blóm Íslands
(Lag / texti: Jón Björnsson / Kristján frá Djúpalæk)
 
Eitt blóm veit ég ungt sem á berangri stendur.
Þess blöð eru hvítari mjöll.
Þau náttdöggum laugum sem tárperlur tindri
sig teygja mót ljósinu öll.
Það rótum í svalmyrku skauti fékk skotið
og skelfist svo vorhretin köld.
En fagnar í sólskini. Fegursta blómið,
sem fæddist á þessari öld.

Svo þyrmið þið blóminu, vargar í véum,
það varnarlaus smælingi er.
Ó, leyf því að breiða út blöðin sín, faðir,
og brosa við sólinni, þér.
Sjá, það er svo viðkvæmt en þráir að lifa
og þroskast og bera sín fræ.
Enn storka því næturfrost, stöðnun og myrkur
og stormar af landi og sæ.

Og bræður og systur, ef blómið þið verndið
það ber ykkur angan í laun,
sem hjörtunum yljar og hvetur til dáða
og huggar í sárustu raun.
Þess sakleysi göfgar, þess sigur er ykkar.
Er samtíðin hrópar á grið,
mun dæmið af íslenska blóminu bera
í brjóst hennar vonir um frið.

[engar upplýsingar um útgáfu]