Shirley valsinn

Shirley valsinn
(Lag / texti: erlent lag / Snæbjörn Einarsson)

Þetta brosmilda barn, þessi blessaða vör
hefur birt okkur æskunnar vor.
Gegnum hávaða og þys berast yndisleg orð,
sem óma við hvert okkar spor.
Þessi sviphreina brá veitir síunga þrá
eftir sumri og heillandi veig,
og þann bikar sem lífsgleðin ber oss að vörum
við bergjum í einum teig.

Hún átti brúðu og bangsa
og bað við þeirra sæng,
og frá þeim aldrei flaug hún
á frægðarinnar væng.
En stærri vonir vakna.
Þið vitið hvernig fór.
Og barnsins sumir sakna,
því Shirley er orðin stór.

[engar upplýsingar um útgáfu]