Partídýr

Partídýr
(Lag / texti: Jóhann Jóhannsson og Páll Óskar Hjálmtýsson / Páll Óskar Hjálmtýsson)
 
Hátt í 200 manns
ætla’ að brjóta allt í trylltum dans.
Það er kysst og kelað hornum í.
Gætt er að enginn sé þurr
þótt einn gestanna sé steindauður,
það er haldið áfram fyrir því.

(Segðu’ okkur meir)
Þetta partí er ekkert sem áttirðu von á
(Segðu’ okkur meir)
Hérna gerum við allt sem ekki má-á
(Hættu þessu nöldri og vertu með)
og skemmtu mér, skemmtu þér því

Hérna býr
partídýr,
þrumugnýr,
partí, partí.

Brostu og komdu þér inn
því að þetta’ er ekki í fyrsta sinn
sem að partídýrið fer á kreik.
Það er hann sem á næturnar
og hann kann og hreyfa fæturna,
er í þröngum fötum – veður reyk.

(Segðu’ okkur meir)
Þetta partí er ekkert sem áttirðu von á.
(Segðu’ okkur meir)
Hérna gerum við allt sem ekki má-á
(Hættu þessu nöldri og vertu með)
og skemmtu mér, skemmtu þér því

Einn, tveir, þrír
glöð og hýr
partídýr,
partí, partí.

Hérna býr
partídýr,
þrumugnýr,
partí, partídýr.
Einn, tveir, þrír
glöð og hýr
partídýr,
heavy fír,
hann er guð,
boðar stuð,
ekkert suð,
bara partí, partí, partí.

[af plötunni Páll Óskar – Stuð]