Er þetta ást?

Er þetta ást?
(Lag / texti: Jóhann Jóhannsson og Páll Óskar Hjálmtýsson / Páll Óskar Hjálmtýsson)

Klukkan þrjú og þú situr hér enn.
Er það sat sem sagt er um þá menn
sem ætlast víst til þess að hamingjan gangi að þeim,
segi til nafns, bros, einn koss og svo haldið er rakleitt heim?

Hvað er nú, varst þú einn enn eitt kvöld?
Fólk á burt, ljós upp, svo falla tjöld.
Ballið er búið, það tók tíma að skilja það.
Getur það verið að þú sért nú að leita á réttum stað?

Er þetta ást hjá þér?
Er þetta ást hjá þér?
Sem ár og síð fær þig til
að vera hér?

Hvað ertu’ að gera þér?
Til hvers að hanga hér?
Veistu’ ekki að hamingjan
finnst ekki hér?

Kominn heim og þeim sem ætlað var
bólið blítt og hlýtt er ekki þar.
Dýrmætum tíma var eytt í að eiga bágt.
Alltaf má leggjast með nær hverjum sem er, en samt, hversu lágt?

Eilíf leit, ég veit, hef verið þar.
Nóg ég fékk og gekk útbrunninn var.
Gerðu þér greiða að sjá það sem enginn sér.
Hamingjan mætti og það þurfti’ enginn annar að hjálpa mér.

Er þetta ást hjá þér?

[af plötunni Páll Óskar – Stuð]