Stanslaust stuð

Stanslaust stuð
(Lag / Jóhann Jóhannsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigurjón Kjartansson / Páll Óskar Hjálmtýsson)

Byrjar aftur
þessi ólýsanlegi kraftur
sem líkt og tígrisdýr læðist að bráð,
gefst ekki upp fyrr en dýrinu er náð.
Verð að fá,
lögin heyrast
og stæltir fæturnir þurfa að hreyfast,
brátt fylgja mjaðmirnar ögrandi með
og blessað glingrið sem bætir mitt geð, je.

Alltaf sama gamla fjörið,
út á dansgólf alveg kjörið,
svíkur engan diskó,
stanslaust stuð að eilífu.

Gólfið troðið,
blindfulla dansandi glamorstoðið,
marglitir kastarar fara á fullt span
og hvað það heitir sjálft liðið ei man.
Hamingjan
er úr plasti
ef hún er spiluð á fullu blasti,
músíkin hefur á mér tangarhald
og ég skal gefa mig á hennar vald.
Je –

Alltaf sama gamla fjörið,
út á dansgólf alveg kjörið,
svíkur engan diskó,
stanslaust stuð að eilífu.

Hér er ekki neinn á bömmer
Sister Sledge og Donna Summer,
Kjötsúpan og Helga Möller,
stuð að eilífu.

[af plötunni Páll Óskar – Seif]