Afmælisbörn 30. júlí 2021

Erna Þórarinsdóttir

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar þennan daginn:

Söngkonan Erna Þórarinsdóttir sem upphaflega kom frá Akureyri er sextíu og tveggja ára gömul í dag. Erna gerði garðinn frægan með hljómsveitum og söngflokkum eins og Brunaliðinu, Módel, Snörunum, Hver og Ernu Evu Ernu en hefur einnig verið mikið í bakraddasöng og sungið inn á ótal plötur t.a.m. með Páli Óskari, Nýdanskri, Sálinni hans Jóns míns, Bjartmari Guðlaugssyni og Björgvini Halldórssyni.

Vissir þú að Mugison keppti eitt sinn í Músíktilraunum með hljómsveit sem kallaðist Joseph and Henry Wilson limited established 1833?