Skrautreið Hemúlanna (1978-79)

Skrautreið Hemúlanna

Hljómsveit sem bar nafnið Skrautreið Hemúlanna (með vísan í bækurnar um Múmínálfana e. Tove Jansson) starfaði veturinn 1978-79 og kom að minnsta kosti einu sinni fram, vorið 1979 í Félagsstofnun stúdenta þar sem sveitin mun hafa leikið eins konar tilraunakennda spunatónlist.

Meðlimir sveitarinnar (sem sumir hverjir urðu síðar þjóðþekkt tónlistarfólk) voru þau Árni Óskarsson söngvari og fiðluleikari, Björn Karlsson gítar- og bassaleikari, Hjalti Gíslason söngvari og kornetleikari, Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona og flautuleikari, Jón Hallur Stefánsson söngvari og píanóleikari, Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson bassa- og gítarleikari og Þorgeir Rúnar Kjartansson saxófónleikari.