
Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir
Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá sinni á þessum degi:
Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir (Frida Fridriks) tónlistarkona er fimmtíu og fjögurra ára gömul í dag. Hún er af tónlistarfólki komin og var ung farin að syngja í Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga en hún söng einsöng með kórnum á plötu aðeins þrettán ára gömul. Hjálmfríður söng með fáeinum hljómsveitum og á plötum hér heima áður en hún fluttist til Danmerkur þar sem hún býr nú og kennir tónlist við listaháskóla. Hún hefur gefið út sólóbreiðskífur og starfar með hljómsveitum einnig ytra.
Vissir þú að Þórólfur Guðnason fyrrverandi sóttvarnarlæknir var í hljómsveitinni Bóbó Pjeturs og fjölskylda, þegar hann var við nám við Menntaskólann á Laugarvatni?