Sunshine (1974)

Hljómsveit sem ýmist var kölluð Sunshine eða Sólskin starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1974, og lék þá töluvert á dansleikjum. Sveitin náði á sínum stutta starfstíma að senda frá sér tvö lög á safnplötu. Sunshine/Sólskin var stofnuð vorið 1974 og voru meðlimir hennar Herbert Guðmundsson söngvari, Ólafur Kolbeins Júlíusson trommuleikari, Hannes Jón Hannesson gítarleikari,…

Cobra (1977)

Reykvíska hljómsveitin Cobra starfaði í nokkra mánuði árið 1977. Sveitin, sem lék eins konar fönkrokk í bland við venjulega balltónlist, var skipuð söngvurunum Geir Gunnarssyni og Rafni Sigurbjörnssyni en aðrir meðlimir Cobra voru Ágúst Birgisson bassaleikari, Björn Thoroddsen gítarleikari og bræðurnir Eyjólfur og Einar Jónssynir trommu- og gítarleikarar. Svo virðist sem bassaleikarinn Brynjólfur Stefánsson hafi…

Námsfúsa Fjóla (1972-75)

Litlar heimildir er að finna um hljómsveitina Námsfúsu Fjólu en sveitin starfaði líklega um þriggja ára skeið á áttunda áratug liðinnar aldar. Það voru Ólafur Júlíusson Kolbeins trommuleikari (Eik, Deildarbungubræður o.fl.) og Ágúst Birgisson bassaleikari (Steinblóm o.fl.) sem munu hafa stofnað sveitina 1972 en Erlendur Hermannsson (Nelli) söngvari og Ragnar Sigurðsson gítarleikari (Tívolí, Paradís o.fl.)…

Steinblóm [2] (1973-74)

Hljómsveitin Steinblóm (hin önnur í röðinni) starfaði í um eitt og hálft ár um á áttunda áratug liðinnar aldar og gaf út eina litla plötu. Sveitin var stofnuð sumarið 1972 en mun hafa verið eins konar afsprengi hljómsveitanna Júdasar og Jeremíasar, meðlimir hennar voru Skúli Björnsson gítarleikari, Þorsteinn Þorsteinsson söngvari (Jeremías, Trix o.fl.), Hrólfur Gunnarsson…

Deildarbungubræður (1976-79)

Deildarbungubræður var hljómsveit sem herjaði á sveitaballamarkaðinn á árunum 1977-79 og náði að gefa út tvær stórar plötur á þeim tíma. Hljómsveitin var upphaflega sett saman sem grínverkefni fyrir útihátíð á Melgerðismelum í Skagafirði um verslunarmannahelgina 1976 en þar lék hún í pásu hjá Eik, Deildarbungubræður skipuðu að sögn þeir Axel Einarsson gítarleikari, Bragi Björnsson…