Hyskið [1] (1986-90 / 2008-)

Hljómsveitin Hyskið er e.t.v. ekki með þekktustu hljómsveitum landsins en hún átti tryggan hóp aðdáenda á sínum tíma, og sendi m.a.s. frá sér kassettu. Hyskið var stofnuð í Kópavogi árið 1986 og var nokkurs konar afsprengi pönkbylgjunnar sem þó var þá liðin undir lok. Tónlist sveitarinnar var skilgreind sem pönkrokkþjóðlagalegs eðlis og segir sagan að…

Hispurslausi kvartettinn (2000)

Hispurslausi kvartettinn var ekki eiginleg hljómsveit heldur öllu heldur spunasveit sem lék aðeins tvívegis opinberlega og æfði hugsanlega einu sinni fyrir hvort skiptið. Kvartettinn sem reyndar var sextett og gekk einnig undir nafninu Hispurslausi sextettinn (líklega þegar kominn var endanlegur fjöldi meðlima á hana) var skipaður þekktum tónlistarmönnum sem fengnir voru af félagsskapnum Tilraunaeldhúsinu til…

Stríð og friður (2000-09)

Segja má að hljómsveitin Stríð og friður hafi verið hálfgildings leynihljómsveit, hún starfaði í um áratug, lék reyndar ekki mikið opinberlega en gaf út eina plötu undir nafninu Bubbi og Stríð & friður auk þess að leika á þremur öðrum plötum Bubba Morthens og sólóplötu Heru Hjartardóttur að auki. Bubbi Morthens hafði um nokkurra ára…

Magga Stína og Bikarmeistararnir (1998-2000)

Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) starfrækti um tíma hljómsveit sem gekk undir nafninu Bikarmeistararnir eða Magga Stína og Bikarmeistararnir. Sveitin var stofnuð haustið 1998 til að kynna plötu Möggu Stínu, An album en meðlimir hennar höfðu leikið á plötunni ásamt fleirum, þetta voru þeir Arnar Geir Ómarsson trommuleikari, Pétur Hallgrímsson gítarleikari, Guðni Finnsson bassaleikari og…

Bong (1992-97)

Dúettinn Bong varð til í danstónlistarbylgju sem gekk yfir landið á tíunda áratugnum, átti lög á fjölda safnplatna hér heima og erlendis, reyndi fyrir sér á alþjóðavettvangi en varð lítt ágengt. Þau Móeiður Júníusdóttir (Móa) og Eyþór Arnalds sem voru par á þessum tíma hófu að gera tilraunir með að semja og búa til danstónlist…

Tennessee Trans (1994)

Hljómsveitin Tennessee Trans var efnileg sveit og hafði alla burði til að slá í gegn eftir að hafa sent frá sér lag á safnplötu sumarið 1994 sem naut nokkurra vinsælda. Sveitin fylgdi þeirri velgengni hins vegar ekki eftir og gleymdist fljótt í kjölfarið. Nafn Tennessee Trans kemur fyrst upp í tengslum við Músíktilraunir Tónabæjar snemma…

Pulsan (1991-94)

Pönksveitin Pulsan var áberandi í neðanjarðarsenunni á fyrri hluta tíunda áratugar tuttugustu aldar en sveitin var skipuð meðlimum úr öðrum framvarðarsveitum í íslensku rokki. Þetta voru þeir Sindri Kjartansson söngvari, Bogi Reynisson bassaleikari, Fróði Finnsson sem lék líklega á trommur í sveitinni og Gunnar Óskarsson gítarleikari. Fleiri komu við sögu sveitarinnar, Karl [?] gítarleikari mun…

Moriarty (1988)

Hljómsveitin Moriarty úr Kópavogi keppti árið 1988 í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir sveitarinnar voru Arnar Geir Ómarsson trommuleikari, Valur Bogi Einarsson gítarleikari, Finnur Björnsson hljómborðsleikari og Helgi Sigurðsson bassaleikari. Sveitin lék instrumental tónlist og lenti í fjórða sæti tilraunanna.