Hljómsveit Jóns Arngrímssonar (1978-2014)

Tónlistarmaðurinn Jón Ingi Arngrímsson hefur í nokkur skipti sett saman hljómsveitir til að leika við hin og þessi tækifæri s.s. á austanverðu landinu og hafa þær gengið undir nafninu Hljómsveit Jón Arngrímssonar (í einu tilfelli Tríó Jóns Arngrímssonar), svo virðist sem þessar sveitir hafi starfað eftir hentisemi hverju sinni og langt frá því samfleytt. Fyrsta…

Head (1968-)

Hljómsveit sem bar nafnið Head var stofnuð fyrir löngu síðan í Þorlákshöfn og hefur hún líkast til starfað með hléum allt til dagsins í dag. Head var stofnuð haustið 1968 af þá ungum mönnum, nafn sveitarinnar var myndað úr upphafsstöfum meðlima hennar en þeir voru Hjörtur Gíslaon bassaleikari, Einar Már Gunnarsson gítarleikari, Árni Áskelsson gítarleikari…

Sýslumennirnir (1999-2006)

Um nokkurra ára skeið í kringum og upp úr síðustu aldamótum var starfrækt dixielandhljómsveit í Árnessýslu undir nafninu Sýslumennirnir en sveitin starfaði með hléum á árunum 1999 til 2006 (að minnsta kosti). Það mun hafa verið Skúli Thoroddsen sem hafði frumkvæði að því að stofna hljómsveitina en hann var sópran saxófónleikari hennar, aðrir Sýslumenn voru…

Snerta (1989-90)

Snerta var slagverkshópur sem starfaði 1989 til 1990 og kom þá fram í fáein skipti opinberlega, m.a. annars á tónleikum í Þjóðleikhúsinu og í tónleikasal FÍH. Það voru þeir Árni Áskelsson, Eggert Pálsson, Maarten Van Der Valk og Pétur Grétarsson sem skipuðu Snertu en þeir félagar fluttu m.a. tónverkið Sindur eftir Áskel Másson sem hljóðritað…

Flat 5 [1] (1982-83)

Djasssveitin Flat 5 / Flat five (ᵇ5) starfaði veturinn 1982-83 meðal nemenda og kennara innan tónlistarskóla FÍH (Félags íslenskra hljómlistarmanna), og lék á nokkrum tónleikum. Meðlimir Flat 5 voru Vilhjálmur Guðjónsson gítar-, saxófón- og píanóleikari (yfirkennari djassdeildar FÍH), Sigurður Long saxófónleikari, Ludwig Símonar víbrafón- og píanóleikari, Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari og Árni Áskelsson slagverksleikari. Þeir komu…

Galdrakarlar (1975-83)

Hljómsveitin Galdrakarlar starfaði um nokkurra ára skeið á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar, sveitin var lengi húshljómsveit í Þórscafé og kom hún við sögu á fáeinum plötum. Galdrakarlar voru stofnaðir haustið 1975 upp úr hljómsveitinni Bláberi en hún kom fyrst fram opinberlega í febrúarmánuði 1976 og vakti þá einkum athygli fyrir skemmtilega spilamennsku, fjölhæfni…

Musica nostra (1977-80)

Musica nostra var hljómsveit sem lék eins konar frumsamið þjóðlaga- eða vísnapopp en sveitin starfaði á árunum 1977 til 80. Sveitin mun hafa verið stofnuð 1977 en upphafið má rekja til þess að Guðmundur Árnason gítarleikari og Gísli Helgason flautuleikari hófu að spila saman og svo bættust þeir Helgi E. Kristjánsson bassaleikari og Árni Áskelsson…

Bambinos (1996-2007)

Hljómsveitin Bambinos starfaði í um áratug í kringum síðustu aldamót en sveitin lék einkum á minni samkomum s.s. árshátíðum og afmælum. Uppistaðan í sveitinni upphaflega voru læknar á Landspítalanum. Bambinos var stofnuð haustið 1996 í því skyni að leika í fimmtugs afmæli og voru upphafsmeðlimir læknarnir og söngvararnir Þórólfur Guðnason gítarleikari og Viðar Eðvarðsson tenórsaxófónleikari,…

Taktar [3] (1968-69)

Hljómsveitin Taktar frá Vestmannaeyjum var skipuð ungum tónlistarmönnum úr gagnfræðiskólanum þar í bæ og starfaði í um tvö ár, sveitin keppti m.a. í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina 1969 í Húsafelli. Meðlimir Takta voru Stefán Geir Gunnarsson gítarleikari [?], Þórólfur Guðnason gítarleikari (síðar sóttvarnarlæknir), Óli Már Sigurðsson bassaleikari, Valdimar Gíslason gítarleikari, Árni Áskelsson trommuleikari…

Kaktus [2] (1973-90)

Á 20. öldinni var hljómsveitin Kaktus með langlífustu sveitaballaböndunum á markaðnum en sveitin starfaði í sautján ár með hléum. Þótt kjarni sveitarinnar kæmi frá Selfossi var hljómsveitin þó stofnuð í Reykjavík og gerði út þaðan í byrjun en eftir miðjan áttunda áratuginn spilaði hún mestmegnis í Árnessýslu og á Suðurlandi, með undantekningum auðvitað. Kaktus var…

Fjarkar [2] (1969)

Heimildir greina frá hljómsveit starfandi 1969 á Fljótsdalshéraði, sem bar nafnið Fjarkar. Fáar heimildir finnast um þessa sveit sem að öllum líkindum starfaði við Alþýðuskólann að Eiðum en nafnarnir Árni Áskelsson og Árni Magnússon munu hafa verið meðal sveitarliða. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi Fjarka eða á hvað hljóðfæri ofangreindir léku, Glatkistan óskar…