Hljómsveit Stefáns Gíslasonar (2009-15)

Tónlistarmaðurinn og kórstjórnandinn Stefán R. Gíslason á Sauðárkróki starfrækti hljómsveit í eigin nafni að minnsta kosti tvívegis fyrr á þessari öld, annars vegar í tengslum við sönglagakeppni Sæluvikunnar á Sauðárkróki árið 2009 þar sem sveit hans lék undir söng keppenda – hins vegar á tónleikum í Miðgarði haustið 2015 þar sem barnatónlist var í fyrirrúmi.…

Sixties [2] (1994-2012)

Hljómsveitin Sixties spratt fram á sjónarsviðið um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar og sló í gegn með tónlist frá sjöunda áratugnum líkt og Bítlavinafélagið hafði gert nokkrum árum áður. Sixties sendi í kjölfarið frá sér fjölmargar plötur með þessari tónlist en smám saman breyttust áherslurnar m.a. með tilkomu nýrra efnis á prógramminu auk frumsamdra laga,…

Sixties [1] (1987-90)

Hljómsveitin Sixties (einnig ritað Sixtís) starfaði undir lok níunda áratugar síðustu aldar og var líkast til eins konar undanfari sveitar sem spratt fram á sjónarsviðið fáeinum árum síðar undir sama nafni. Svo virðist sem Sixties hafi verið stofnuð 1987 en hún spilaði töluvert, einkum í Hollywood næstu tvö árin. Sigríður Beinteinsdóttir söng eitthvað með sveitinni…

Gíslarnir (1987-88)

Þegar Guðjón G. Guðmundsson sendi frá sér sólóplötuna Gaui haustið 1987 kom hann fram á nokkrum tónleikum til að kynna afurð sína, og naut hann þá liðsinnis hljómsveitar sem bar heitið Gíslarnir. Ekki finnast heimildir yfir meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar en ýjað er að því í blöðum og tímaritum þess tíma að um sé að…

Íslandsvinir (1990-92)

Hljómsveitin Íslandsvinir fór mikinn á ballstöðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar og keyrðu mjög á einsmellungnum Gamalt og gott, sem inniheldur m.a. textalínuna „Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt – eitthvað gamalt og gott“, sem menn kyrja reglulega ennþá gjarnan á fjórða eða fimmta glasi. Sveitin var að öllum…

Pes (1990)

Pes var blústríó sem starfaði 1990 en meðlimir þess voru Pálmi J. Sigurhjartason hljómborðsleikari, Einar Þorvaldsson gítarleikari og Sigurður Sigurðsson söngvari. Þeir höfðu starfað saman í hljómsveitinni Centaur sem þá hafði hætt störfum. Pes varð ekki langlíft tríó.

Kinkí (1993-94)

Hljómsveitin Kinkí lék á tónleikastöðum höfuðborgarinnar veturinn 1993-94 og gæti hafa verið blústengd. Rúnar Örn Friðriksson söngvari, Einar Þorvaldsson gítarleikari, Þórarinn Freysson bassaleikari og Guðmundur Gunnlaugsson trommuleikari voru meðlimir þessarar sveitar.

Centaur (1982-)

Hljómsveitin Centaur var stofnuð vorið 1982 og sóttu meðlimir sveitarinnar nafn hennar til grísku goðafræðinnar en kentár (Centaur) er hálfur maður og hálfur hestur. Sveitin sem spilaði lengi vel þungarokk, var söngvaralaus í upphafi en var skipuð þeim Guðmundi Gunnlaugssyni trommuleikara, Jóni Óskari Gíslasyni gítarleikara, Hlöðver Ellertssyni bassaleikara og Benedikt Sigurðssyni gítarleikara en þeir tveir…

Centaur – Efni á plötum

Centaur – Same places Útgefandi: Skuldseigir Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1985 1. Celebration 2. Same places 3. We’ll change the world 4. Nightmares 5. Dúndur Flytjendur: Guðmundur Gunnlaugsson – trommur og bjöllur Hlöðver Ellertsson – bassi Jón Óskar Gíslason – gítar Pálmi Sigurhjartarson – hljómborð og bjöllur Sigurður Sigurðsson – söngur og munnharpa Rúnar Georgsson – saxófónn Gísli Erlingsson…

DRON [2] (1982-83)

DRON (Danshljómsveit Reykjavíkur og nágrennis) hin síðari verður fyrst og fremst minnst í íslenskri tónlistarsögu sem fyrsta sveitin til að sigra Músíktilraunir Tónabæjar en það var árið 1982. Sveitin mun upphaflega hafa innihaldið sex meðlimi en hún var stofnuð til að keppa í hæfileikakeppni í Kópavogi, þeir voru þá líklega á aldrinum 13 – 14…