
Gaui og Gíslarnir
Þegar Guðjón G. Guðmundsson sendi frá sér sólóplötuna Gaui haustið 1987 kom hann fram á nokkrum tónleikum til að kynna afurð sína, og naut hann þá liðsinnis hljómsveitar sem bar heitið Gíslarnir.
Ekki finnast heimildir yfir meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar en ýjað er að því í blöðum og tímaritum þess tíma að um sé að ræða hljómsveitina Centaur, meðlimir hennar voru að öllum líkindum á þeim tíma Guðmundur Gunnlaugsson trommuleikari, Pálmi Sigurhjartarson hljómborðsleikari, Þórhallur Björnsson bassaleikari og Einar Þorvaldsson gítarleikari auk Sigurðar Sigurðssonar söngvara sem ekki liggur fyrir hvort tók þátt í þessu verkefni. Allar leiðréttingar og frekari ábendingar óskast um skipan sveitarinnar.
Gíslarnir spiluðu eitthvað með Gaua á tónleikum um haustið 1987 og í fáeina mánuði fram eftir árinu 1988 en hún var þá stundum auglýst undir nafninu Gaui og Gíslarnir.