Afmælisbörn 28. september 2025

Að þessu sinni eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haffi Haff (Hafsteinn Þór Guðjónsson) tónlistarmaður er fjörutíu og eins árs á þessum degi. Haffi fæddist í Bandaríkjunum og hefur búið þar nánast alla sína ævi en kom til Íslands 2006 og hefur verið hérlendis með annan fótinn síðan. Fljótlega fór hann að vekja athygli…

Hljómsveit Þorsteins Þorsteinssonar (1994-2011)

Hljómsveit Þorsteins Þorsteinssonar (einnig nefnd Hljómsveit Þorsteins R. Þorsteinssonar) starfaði á árunum 1994 til 2011 að minnsta kosti, framan af líklega nokkuð stopult en nokkuð samfleytt eftir aldamótin. Litlar upplýsingar er að finna um hljóðfæra- og meðlimaskipan sveitarinnar nema í upphafi (1994) en þá skipuðu sveitina líklega Edwin Kaaber gítarleikari, Gunnar Bernburg bassaleikari, Þorvaldur Björnsson…

Hljómsveit Stefáns P. (1976-)

Líklega hafa fáar hljómsveitir á Íslandi verið jafn langlífar og Hljómsveit Stefáns P. Þorbergssonar flugmanns en sveit hans hefur starfað nokkuð samfleytt frá árinu 1976 en stopulla síðustu áratugina, hún hefur þó aldrei hætt störfum. Sveitin hefur e.t.v. ekki verið mest áberandi eða vinsælasta hljómsveitin hvað útgefna tónlist varðar en hún hefur þó sent frá…

Afmælisbörn 28. september 2024

Að þessu sinni eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haffi Haff (Hafsteinn Þór Guðjónsson) tónlistarmaður er fertugur á þessum degi og á því stórafmæli. Haffi fæddist í Bandaríkjunum og hefur búið þar nánast alla sína ævi en kom til Íslands 2006 og hefur verið hérlendis með annan fótinn síðan. Fljótlega fór hann að vekja…

Hljómsveit Hauks Morthens (1962-91)

Stórsöngvarinn Haukur Morthens starfrækti hljómsveitir í eigin nafni um árabil, nánast sleitulaust á árunum 1962 til 1991 en hann lést ári síðar. Sveitir hans voru mis stórar og mismunandi eftir verkefninu hverju sinni en honum hélst ótrúlega vel á mannskap og sumir samstarfsmanna hans störfuðu með honum lengi. Haukur Morthens var orðinn vel þekkt nafn…

Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar (1974-2004)

Tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson starfrækti hljómsveit/ir líklega nokkuð samfleytt í um þrjá áratugi eða allt frá árinu 1974 og fram á þessa öld, jafnframt hefur hljómsveitin komið við sögu á nokkrum plötum en tvær þeirra voru gefnar út í nafni sveitarinnar. Birgir Gunnlaugsson stofnaði sína fyrstu hljómsveit af því er virðist árið 1974 og voru meðlimir…

Hljómsveit Guðmundar Eiríkssonar (1983-89)

Guðmundur Eiríksson var við tónlistarnám í Kaupmannahöfn um nokkurra ára skeið á níunda áratugnum og var á þeim tíma virkur í samfélagi Íslendinga í Danmörku. Hann kom fram á ýmsum samkomum og skemmtunum Íslendingafélagsins í borginni og starfrækti einnig hljómsveitir, sem léku djass og almenna danstónlist. Ein þessara hljómsveita, sem lék margoft á dansleikjum Íslendingafélagsins,…

Hljómsveit Gunnars Bernburg (1967)

Hljómsveit Gunnars Bernburgs starfaði haustið 1967 og var þá húshljómsveit í Leikhúskjallaranum um nokkurra vikna skeið frá því í september og líklega fram í nóvember. Sveitin var skipuð tónlistarmönnum sem þá höfðu vakið nokkra athygli með öðrum hljómsveitum en meðlimir hennar voru þeir Gunnar Bernburg bassa- og orgelleikari, Þórir Baldursson söngvari, Eggert Kristinsson trommuleikari og…

Hljómsveit André Bachmann (1984-91)

Það sem kallað hefur verið Hljómsveit André Bachmann er í raun nokkrar og misstórar hljómsveitir, tríó og dúettar undir stjórn André, margt er reyndar óljóst í sögu þeirra og mega lesendur gjarnan fylla upp í þær eyður eftir því sem þurfa þykir. Fyrstu heimildir um sveit undir þessu nafni eru frá árinu 1984 en þá…

Heiðursmenn [2] (1991-2004)

Lítið liggur fyrir um pöbbahljómsveit sem gekk undir nafninu Heiðursmenn en hún starfaði á síðasta áratug liðinnar aldar og fram á þessa öld. Heiðursmenn virðast hafa komið fram á sjónarsviðið snemma árs 1991 en ekkert liggur fyrir um sveitina þá nema að Kolbrún Sveinbjörnsdóttir var söngkona hennar – og var það reyndar alla tíð. Sveitin…

Afmælisbörn 28. september 2023

Að þessu sinni eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haffi Haff (Hafsteinn Þór Guðjónsson) tónlistarmaður er þrjátíu og níu ára gamall á þessum degi. Haffi fæddist í Bandaríkjunum og hefur búið þar nánast alla sína ævi en kom til Íslands 2006 og hefur verið hérlendis með annan fótinn síðan. Fljótlega fór hann að vekja…

Afmælisbörn 28. september 2022

Að þessu sinni eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haffi Haff (Hafsteinn Þór Guðjónsson) tónlistarmaður er þrjátíu og átta ára gamall á þessum degi. Haffi fæddist í Bandaríkjunum og hefur búið þar nánast alla sína ævi en kom til Íslands 2006 og hefur verið hérlendis með annan fótinn síðan. Fljótlega fór hann að vekja…

Afmælisbörn 28. september 2021

Að þessu sinni eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haffi Haff (Hafsteinn Þór Guðjónsson) tónlistarmaður er þrjátíu og sjö ára gamall á þessum degi. Haffi fæddist í Bandaríkjunum og hefur búið þar nánast alla sína ævi en kom til Íslands 2006 og hefur verið hérlendis með annan fótinn síðan. Fljótlega fór hann að vekja…

Afmælisbörn 28. september 2020

Að þessu sinni eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haffi Haff (Hafsteinn Þór Guðjónsson) tónlistarmaður er þrjátíu og sex ára gamall á þessum degi. Haffi fæddist í Bandaríkjunum og hefur búið þar nánast alla sína ævi en kom til Íslands 2006 og hefur verið hérlendis með annan fótinn síðan. Fljótlega fór hann að vekja…

Midas [2] (1972)

Hljómsveitin Midas var skammlíf sveit sem spilaði nánast eingöngu í klúbbunum á Keflavíkurflugvelli. Sveitina skipuðu þeir Einar Júlíusson söngvari, Gunnar Bernburg bassaleikari, Jón Skaptason gítarleikari, Kristinn Svavarsson saxófónleikari og Már Elíson trommuleikari. Þegar Einari söngvara og Kristni saxófónleikara bauðst að ganga til liðs við Musicamaxima, hætti Midas störfum.

Bítlarnir [2] (1974-75)

Veturinn 1974 til 75 starfrækti tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson tríóið Bítlana. Meðlimir Bítlanna voru auk Birgis (sem lék á gítar og söng), Grétar Guðmundsson trommuleikari og Gunnar Bernburg bassaleikari. Sveitin hætti störfum sumarið 1975.

Ó.M. kvartettinn (1961-62)

Hljómsveitin Ó.M. kvartettinn (reyndar ýmist nefndur kvartett eða kvintett) starfaði um tveggja ára skeið á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Sveitin var danshljómsveit í anda þess tíma og var Oddrún Kristófersdóttir söngkona frá stofnun sumarið 1961 en Agnes Ingvarsdóttir tók síðan við hennar hlutverki í ársbyrjun 1962. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru hljómsveitarstjórinn og píanóleikarinn Ólafur Már…

Pónik [2] (1961-)

Saga hljómsveitarinnar Pónik (hinnar síðari) er með lengri hljómsveitasögum hérlendis og þótt sveitin hafi nú ekki komið fram í nokkur ár er ekki enn hægt að gefa út dánarvottorð á hana, tilurð hennar spannar um hálfa öld. Ýmsar heimildir hafa komið fram um hvenær Pónik var stofnuð og nokkrar þeirra gefa upp ártalið 1964, það…

Experiment (1970-77)

Hljómsveitin Experiment starfaði í nokkuð langan tíma á áttunda áratug síðustu aldar og höfðu margir viðkomu í þessari danshljómsveit. Reyndar hét sveitin upphaflega Hljómsveit Önnu Vilhjálms, stofnuð vorið 1969 en starfaði aðeins í fáeina mánuði undir því nafni áður en þau breyttu nafni sínu í Experiment árið 1970. Framan af lék sveitin eingöngu fyrir hermenn…

Rondó tríó (1955-70)

Rondó var hljómsveit sem starfaði í fimmtán ár og lagði alltaf áherslu á að leika gömlu dansana þrátt fyrir ýmsa strauma og stefnur sem sjötti og sjöundi áratugurinn leiddi af sér í tónlistinni. Meðlimir Rondó voru upphaflega fjórir og því gekk sveitin fyrst um sinn undir nafninu Rondó kvartett. Sveitin lék fyrst og fremst í…

Heiðursmenn [1] (1966-69)

Þórir Baldursson hljómborðsleikari stofnaði hljómsveitina Heiðursmenn síðla árs 1966 en aðrir meðlimir Heiðursmanna voru Rúnar Georgsson saxófónleikari, Gunnar Bernburg bassaleikari (Lúdó og Stefán o.fl.), Baldur Már Arngrímsson gítarleikari (Lúdó og Stefán, Mannakorn o.fl.), Reynir Harðarson trommuleikari (Óðmenn o.fl.) og María Baldursdóttir (Geimsteinn o.fl.) söngkona. Eggert Kristinsson trommuleikari var líklega upphaflega trommuleikari sveitarinnar. Heiðursmenn voru tvö ár…

J.J. Quintet (1959-73)

Hljómsveit Jóns Erlings Jónssonar, J.J. Quintet/t (stundum einnig sextett þegar við átti) starfaði í á annan áratug og var meðal fremstu danshljómsveit landsins, m.a. mitt í þeim tónlistarhrærigraut sem sjöundi áratugurinn bauð upp á. Ýmsir söngvarar áttu eftir að koma við sögu sveitarinnar eins og venja var á þessum árum, og var hún iðulega kennd…