Heitir svansar (1990-91)

Geiri Sæm (Ásgeir Sæmundsson) starfrækti um nokkurra mánaða skeið hljómsveit veturinn 1990 til 91 undir nafninu Heitir svansar, og spilaði hún töluvert opinberlega á þeim tíma – reyndar nær eingöngu á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir Heitra svansa voru auk Geira sem söng, þeir Kristján Edelstein gítarleikari, Hafþór Guðmundsson trommuleikari og Bjarni Bragi Kjartansson bassaleikari. Sveitin starfaði fram…

SSSól (1987-)

Hljómsveitin Síðan skein sól / SSSól er með þekktustu og vinsælustu ballsveitum íslenskrar tónlistarsögu með fjölda vinsælla platna og laga að baki með Helga Björnsson sem frontmann. Sveitin var þó upphaflega stofnuð fyrst og fremst sem tónleikasveit og starfaði sem slík fyrst um sinn, hún hefur aldrei hætt og þrátt fyrir að hafa ekki sent…

Sprakk (1988-91)

Hljómsveitin Sprakk var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu um þriggja ára skeið í kringum 1990, reyndar með einhverjum hléum en sveitin lék víða á dansleikjum bæði utan og innan borgarmarkanna. Sprakk var stofnuð á fyrri hluta árs 1988 og þá voru í henni Hafþór Guðmundsson trommuleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari, Eðvarð Lárusson gítarleikari og Haukur…

Speedwell blue (1995)

Pöbbasveitin Speedwell blue starfaði í nokkra mánuði árið 1995 og lék mjög víða um land á þeim tíma. Sveitin var stofnuð vorið 1995 af Englendingnum Eric Lewis söngvara og gítarleikara sem hér var staddur og fékk hann til liðs við sig Brynjar Brynjólfsson bassaleikara og Hafþór Guðmundsson trommuleikara sem léku með honum fyrst um sinn.…

Sólblóma [2] (1994)

Hljómsveitin Sólblóma var ekki starfandi hljómsveit en það nafn var sett á hljómsveitina SSSól þegar Þorsteinn G. Ólafsson söngvari Vina vors og blóma tróð upp með sveitinni með skömmum fyrirvara sumarið 1994 eftir að Helgi Björnsson hafði forfallast en hann hafði þá hlotið blæðandi magasár á Gauki á Stöng og lá á sjúkrahúsi. Líklega lék…

Grumbl (1991)

Bræðingssveitin Grumbl kom fram á tónleikum tengdum djasshátíðinni Rúrek vorið 1991 en sveitin lék að mestu frumsamið efni. Sveitina skipuðu þeir Ari Einarsson gítarleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari, Hafþór Guðmundsson trommuleikari, Pétur Einarsson slagverksleikari og Þórður Guðmundsson bassaleikari. Sveitin virðist aðeins hafa verið sett saman fyrir þessa einu uppákomu.

Bong (1992-97)

Dúettinn Bong varð til í danstónlistarbylgju sem gekk yfir landið á tíunda áratugnum, átti lög á fjölda safnplatna hér heima og erlendis, reyndi fyrir sér á alþjóðavettvangi en varð lítt ágengt. Þau Móeiður Júníusdóttir (Móa) og Eyþór Arnalds sem voru par á þessum tíma hófu að gera tilraunir með að semja og búa til danstónlist…

Tónatríóið [2] (1997)

Tónatríóið virðist hafa verið skammlíft band, starfandi 1997 og gæti allt eins hafa komið fram í aðeins eitt skipti. Meðlimir þess voru Magnús Einarsson söngvari og gítarleikari, Hafþór Guðmundsson trommuleikari og Jakob Magnússon bassaleikari.

Salka (1996-98)

Hljómsveitin Salka (stundum einnig nefnd Zalka) starfaði í um tvö ár og herjaði á sveitaböllin um land allt. Meðlimir Sölku voru trommuleikarinn Ólafur Hólm, Þór Breiðfjörð söngvari, Tómas Tómasson gítarleikari, Björgvin Bjarnason gítarleikari og Georg Bjarnason bassaleikari en sveitin var stofnuð vorið 1996. Salka sendi fljótlega frá sér lag í útvarpsspilun og hafði uppi plön…

Strados (1982-83)

Hljómsveitin Strados frá Stykkishólmi var starfandi á árunum 1982-83. Sveitin tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og SATT haustið 1982 og komst þar í úrslit. Meðlimir Strados  voru Gunnar Sturluson gítarleikari, Rafn Júlíus Rafnsson bassaleikari, Sigurður Sigurþórsson gítarleikari, Hafþór Guðmundsson trommuleikari og Jóna Lovísa Jónsdóttir en hún var söngkona hljómsveitarinnar.