Afmælisbörn 11. desember 2025

Í dag eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Fyrst er það Guðlaugur Kristinn Óttarsson tónlistarmaður en hann er sjötíu og eins árs gamall. Hann hefur leikið sem gítarleikari í fjölmörgum en misþekktum hljómsveitum eins og Steinblómi, Lótusi, INRI, Kukli, Elgar sisters, Sextett, Current 93, Galdrakörlum og Þey en síðast talda sveitin er kannski sú þekktasta.…

Hunangstunglið (1987-90)

Hunangstunglið eða Geiri Sæm og Hunangstunglið eins og hún var upphaflega kölluð var sett saman í tengslum við útgáfu sólóplötu Ásgeirs Sæmundssonar (Geira Sæm) – Fíllinn, sem kom út haustið 1987. Sveitin starfaði svo áfram og kom að næstu plötu Geira sem einnig kom út í nafni hljómsveitarinnar. Hunangstunglið var stofnuð sumarið 1987 og höfðu…

Hvítir hrafnar [1] (1991)

Tónlistarmaðurinn Rafn Jónsson (Rabbi) setti saman fjölmenna hljómsveit í tilefni af útgáfu fyrstu sólóplötu sinnar – Andartak, sem kom út haustið 1991. Sveitin hlaut nafnið Hvítir hrafnar og lék reyndar aðeins í þetta eina skipti, á útgáfutónleikum í Íslensku óperunni. Meðlimir Hvítra hrafna voru alls fjórtán og ljóst er af samsetningu sveitarinnar að ekki léku…

Hljómsveit Siggu Beinteins (1987-88 / 1994)

Í nokkur skipti hafa hljómsveitir starfað í nafni Sigríðar Beinteinsdóttur söngkonu, stundum hefur það verið í formi tímabundinna eða stakra verkefna en einnig til lengri tíma – engar þessar hljómsveitir hafa þó sent frá sér efni til útgáfu eða útvarpsspilunar. Fyrsta Hljómsveit Siggu Beinteins (eða Hljómsveit Sigríðar Beinteinsdóttur) var sett saman vorið 1987 til að…

Heart 2 heart (1992)

Heart 2 heart (Heart to heart) var hljómsveit sem sett var á fót í kringum framlag Íslands í Eurovision söngvakeppninni vorið 1992 en var í raun hljómsveitin Stjórnin eftir mannabreytingar. Tildrög málsins voru þau að í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar hér heima í febrúar 1992 bar lagið Nei eða já sigur úr býtum og skaut þar…

Svartur ís (1998)

Hljómsveitin Svartur ís starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1998 og skartaði þekktum tónlistarmönnum, sveitin lék fönkskotna tónlist á skemmtistöðum borgarinnar og sendi frá sér eitt lag á safnplötu sem fór reyndar ekki hátt. Svartur ís kom fram á sjónarsviðið í mars 1998 en gæti hafa verið starfandi frá því árið á undan, sveitin lék…

Steðjabandið (1984-85)

Hljómsveitin Steðjabandið frá Akureyri starfaði í um eitt og hálft ár um miðjan níunda áratug síðustu aldar, flestir meðlimir sveitarinnar áttu eftir að verða þekktir tónlistarmenn. Steðjabandið hét upphaflega Jafnaðamenn en þegar sveitin keppti í Viðarstauks-keppni Menntaskólans á Akureyri vorið 1984 höfðu þeir skipt um nafn og kölluðust eftir það Steðjabandið, kennt við bæinn Steðja…

Spark [2] (2003)

Hljómsveit starfaði sumarið og haustið 2003 undir nafninu Spark og var hún skipuð nokkrum þekktum tónlistarmönnum, hún gæti átt sér eldri rætur og gæti hafa starfað nokkru fyrr einnig. Meðlimir Sparks voru Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari, Halldór Gunnlaugur Hauksson trommuleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari og Kristján Edelstein gítarleikari. Sveitin spilaði töluvert á Akureyri árið 2003.

Sköllótt mús (1987-90)

Hljómsveit með því undarlega nafni Sköllótt mús starfaði um skeið á síðari hluta níunda áratug síðustu aldar og lék aðallega ábreiðutónlist á pöbbum höfuðborgarsvæðisins en hún var skipuð nokkrum þekktum tónlistarmönnum – öllu þekktari sveit, Loðin rotta varð til upp úr Sköllóttu músinni. Upphaf Sköllóttrar músar má líklega rekja til ársins 1987 fremur en 1988…

Skröltormarnir (1999)

Skröltormarnir var skammlíf hljómsveit starfandi árið 1999 og kom líklega fram aðeins í fáein skipti snemma árs. Meðlimir sveitarinnar (sem mun að einhverju leyti hafa sérhæft sig í tónlist Elvis Presley) voru þeir Karl Örvarsson söngvari, Halldór Gunnlaugur Hauksson (Halli Gulli) trommuleikari, Sigurður Gröndal gítarleikari og Jón Haukur Brynjólfsson bassaleikari. Þeir höfðu allir leikið með…

Skriðjöklar (1983-)

Akureyska hljómsveitin Skriðjöklar nutu töluverðra vinsælda á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar fyrir lög eins og Tengja, Hesturinn, Steini, Mikki refur og Aukakílóin sem öll mætti flokka sem eins konar gleðipopp með grínívafi, sveitin var einnig þekkt fyrir að vera skemmtileg á sviði og almennt sprell þegar kom að viðtölum, myndbandagerð, myndatökum o.þ.h. Segja…

Fjarkar [4] (um 1975)

Hljómsveit starfaði á Akureyri um miðjan áttunda áratug síðustu aldar eða þar um bil, undir nafninu Fjarkar. Meðlimir sveitarinnar, sem voru á unglingsaldri, voru þeir Birgir Heiðmann Arason [?], Halldór Gunnlaugur Hauksson trommuleikari [?], Erlingur Arason [söngvari?] og Júlíus Geir Guðmundsson [?]. Lesendur Glatkistunnar mættu gjarnan fylla upp í glompur í umfjölluninni hér að ofan.

Gammar [2] (1982-94 / 2006-07)

Hljómsveitin Gammar starfaði í rúmlega áratug á síðari hluta síðustu aldar, hætti störfum en birtist svo aftur á nýrri öld. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar plötur en tónlist hennar má skilgreina sem djass- eða bræðingstónlist. Það var gítarleikarinn Björn Thoroddsen sem stofnaði Gamma árið 1982 og voru aðrir meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir Hjörtur…

Rikshaw (1984-91 / 2003)

Rikshaw er þekktust íslenskra hljómsveita sem kenndar eru við svokallaða 80‘s tónlistarbylgju eða nýrómantík, sá partur er reyndar hvað fyrirferðaminnstur í sögu sveitarinnar enda komu einungis fjögur lög út með henni sem tengja má beint við þá tónlistarstefnu en Rikshaw gaf út þrjá tugi laga á um sjö ára starfsferli. Sveitarinnar verður þó líklega aldrei…