Steðjabandið (1984-85)

Steðjabandið

Hljómsveitin Steðjabandið frá Akureyri starfaði í um eitt og hálft ár um miðjan níunda áratug síðustu aldar, flestir meðlimir sveitarinnar áttu eftir að verða þekktir tónlistarmenn.

Steðjabandið hét upphaflega Jafnaðamenn en þegar sveitin keppti í Viðarstauks-keppni Menntaskólans á Akureyri vorið 1984 höfðu þeir skipt um nafn og kölluðust eftir það Steðjabandið, kennt við bæinn Steðja í Hörgárdal þar sem sveitin hafði um tíma æfingahúsnæði.

Meðlimir Steðjabandsins voru þeir Ólafur Páll Ragnarsson söngvari, Magni Friðrik Gunnarsson gítarleikari, Halldór Gunnlaugur Hauksson trommuleikari (Stjórnin o.fl.) og Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari, þeir Magni og Jón Kjartan áttu síðar eftir að gera garðinn frægan með Stuðkompaníinu og fleiri sveitum.

Sveitin lék á almennum dansleikjum og voru auglýstir sem hljómsveit sem léki bæði gömlu og nýju dansana.