Afmælisbörn 26. ágúst 2025

Í dag eru níu tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Daníel Ágúst Haraldsson tónlistarmaður er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Hann vakti fyrst athygli á menntaskólaárum sínum með hljómsveitinni Nýdanskri sem hann hefur starfað með, reyndar með hléum, allt til þessa dags. Áður hafði hann verið í hljómsveitinni Chorus. Daníel Ágúst hefur einnig verið…

Hrafnar [3] (2008-)

Hrafnar er hljómsveit sem á sér í raun heilmiklu forsögu því um er að ræða upprunalegu útgáfuna af Pöpum frá Vestmannaeyjum sem gerði garðinn frægan um skeið. Sveitin hefur sent frá sér plötur og vakið heilmikla athygli fyrir nálgun sína á þjóðlagatónlist. Papar höfðu verið stofnaðir árið 1986 og starfaði sú sveit allt til 2008,…

Hot n’sweet (1998-2003)

Pöbbasveitin Hot n‘sweet starfaði um nokkurra ára skeið í kringum síðustu aldamót en sveitin lék víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og reyndar landsbyggðina líka, sýnu mest þó á Kringlukránni. Hot n‘sweet (einnig ritað Hot ‘n‘ sweet, Hot & sweet og Hot and sweet) var stofnuð árið 1998 og var líklega lengst af dúett en virðist hafa…

Hljómsveit Helga Hermannssonar (1978-)

Tónlistarmaðurinn Helgi Hermannsson hefur átt í samstarfi við fjöldann allan af öðru tónlistarfólki ýmist í dúetta-, tríóa- eða hljómsveitaformi í eigin nafni en í mörgum tilfellum hefur þar verið tjaldað til einnar nætur eins og gengur og gerist. Helgi var þekktur framan af sem einn meðlimur hljómsveitarinnar Loga frá Vestmannaeyjum en eftir að hann fluttist…

Sín (1990-2017)

Hljómsveitin Sín er líklega með langlífari pöbbasveitum landsins en hún starfaði í ríflega 25 ár. Það er mörkum þess að hægt sé að kalla Sín hljómsveit því hún var í raun dúett sem bætti við sig söngvurum eftir hentugleika, yfirleitt söngkonum þannig að meðlimir hennar töldu aldrei fleiri en þrjá. Sín kom fyrst fram á…

Mjölnir (1993-97)

Litlar og haldbærar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Mjölni (sem er að öllum líkindum sama sveit og bar nafnið Þór og Mjölnir) en sveitin átti tvö lög á safnplötunum Lagasafnið 4 (1993) og Lagasafnið 6 (1997). Á fyrrnefndu safnplötunni skipa sveitina þeir Hermann Ingi Hermannsson söngvari, Sigurður Kristinsson gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari og Þórir…

Víkingasveitin [2] (1993-2016)

Víkingasveitin úr Hafnarfirði (einnig stundum nefnd Víkingarnir / Víkingabandið) mun hafa starfað í á þriðja áratug en sveitin var áberandi á víkingahátíðum hvers kyns hér á landi, oft í tenglum við Fjörukrána. Hún lék m.a. erlendis á slíkum hátíðum í Hafnarfirði en einnig í Svíþjóð og Þýskalandi, þá lék sveitin ennfremur á Íslendingahátíð vestan hafs…

Scruffy Murphy (1997-98)

Þjóðlagasveitin Scruffy Murphy starfaði í Hafnarfirði veturinn 1997-98 en sveitin sérhæfði sig einkum í írskri tónlist. Meðlimir Scruffy Murphy voru Hermann Ingi Hermannsson söngvari og gítarleikari (Logar, Papar o.fl.), Elísabet Nönnudóttir ásláttar- og flautuleikari (Hrafnar o.fl.), Poul Tschiggfrie söngvari og fiðluleikari og Sarah Tschiggfrie harmonikkuleikari. Scruffy Murphy lék aðallega á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu.

Logar (1964-)

Hljómveitin Logar var stofnuð 1964 af meðlimum annarrar sveitar, Skugga frá Vestmannaeyjum en þeir voru Helgi Hermannsson söngvari, Henry A. Erlendsson bassaleikari, Hörður Sigmundsson trommuleikari og Grétar Skaptason gítarleikari (d. 1979), Guðni Þ. Guðmundsson harmonikku- og orgelleikari (síðar organisti) mun einnig hafa verið meðal stofnmeðlima og leikið með sveitinni fyrsta hálfa árið. Auk þeirra bættist…

Logar – Efni á plötum

Logar – Minning um mann / Sonur [ep] Útgefandi: ÁÁ records Útgáfunúmer: ÁÁ 007 Ár: 1973 1. Minning um mann 2. Sonur minn Flytjendur Hermann Ingi Hermannsson – raddir Helgi Hermannsson – raddir og gítar Henry Erlendsson – bassi Ólafur Bachmann – söngur og trommur Guðlaugur Sigurðsson – hljómborð Logar – …mikið var… Útgefandi: eigin útgáfa Útgáfunúmer:…

Stertimenni (1989-91)

Stertimenni er hljómsveit úr Vestmannaeyjum en hún tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1989, þá skipuð þeim Viktori Ragnarssyni bassaleikara, Hafþóri Snorrasyni bassaleikara, Óskari Matthíassyni gítarleikara, Steingrími Jóhannessyni hljómborðsleikara og Ómari Smárasyni söngvara. Sveitin var enn starfandi 1991 en það ár átti hún lag á safnplötunni Húsið sem gefin var út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum. Meðlimir voru…