Stálfélagið (1991-98)

Hljómsveitin Stálfélagið var með háværustu hljómsveitum hérlendis en sveitin lék þungarokk og var þekkt fyrir að hækka vel í græjunum, sveitin starfaði á tíunda áratug síðustu aldar. Stálfélagið var stofnað árið 1991 og kom fram á sjónarsviðið snemma árs 1991 þegar sveitin kom fram í fyrsta sinn fram opinberlega. Fljótlega fór að bera nokkuð á…

Smárakvartettinn á Akureyri (1935-65)

Smárakvartettinn á Akureyri er meðal allra þekktustu tónlistarflytjenda höfuðstaðs Norðurlands en kvartettinn naut geysilegra vinsælda um allt land meðan hann starfaði og jafnvel lengur því lengi eftir að hann var hættur störfum ómuðu lög hans í Ríkisútvarpinu. Kvartettinn gaf út nokkrar plötur á meðan hann starfaði en jafnframt var gefin út veglegt heildarsafn hans um…

Fist (1984-85)

Hljómsveitin Fist var rokksveit sem var angi af þungarokksbylgju sem gekk yfir landann um miðjan níunda áratug síðustu aldar, þegar sveitir eins og Drýsill og Gypsy voru áberandi. Fist hafði haustið 1984 verið starfandi í um ár undir nafninu Áhrif án þess að kom fram opinberlega en þegar söngvarinn Eiður Örn Eiðsson gekk til liðs…

C.o.T. (1985)

Hljómsveitin C.o.t. á sér svolítið flókna sögu en þó um leið á sveitin sér ekki neina sögu því hún starfaði ekki undir þessu nafni fyrr en löngu síðar og þá með öðrum mannskap. Forsaga málsins er sú að þungarokkshljómsveitin Fist (áður Áhrif) hafði starfað um tveggja ára skeið en meðlimir hennar voru sumarið 1985, Jón…

X-izt (1984-95)

Hljómsveitin X-izt (X-ist) starfaði í fjölmörg ár á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og lék hefðbundið melódískt gamaldags þungarokk við fremur góðan orðstír, sveitin reyndi fyrir sér um nokkurra mánaða skeið í Bandaríkjunum en náði þó ekki að landa útgáfusamningi vestra eins og markmiðið var. Sveitin hafði starfað í nokkur ár í bílskúrnum áður…

Blástakkar [3] (1958-60)

Hljómsveitin Blástakkar var fyrsta danshljómsveitin sem starfaði í Rangárvallasýslu en fram til þess tíma höfðu harmonikkuleikarar, ýmist einir eða fleiri saman annast slíka ballspilamennsku. Sveitin var stofnuð líklega árið 1958 og var kjarni hennar skipaður sömu mönnum mest allan tímann sem hún starfaði, það voru þeir Grétar Björnsson gítarleikari, Rúdolf Stolzenwald píanóleikari, Jón Guðjónsson trommuleikari…

Tin [1] (1995)

Hljómsveitin Tin var rokksveit sem var nokkuð áberandi á öldurhúsum höfuðborgarinnar sumarið 1995. Sveitin var skammlíf og starfaði aðeins í fáeina mánuði. Meðlimir Tins voru Jóna De Groot söngkona, Guðlaugur Falk gítarleikari, Jón Guðjónsson bassaleikari, Aðalsteinn Ólafsson trommuleikari og Brynhildur Jónsdóttir sem söng bakraddir. Sigurður Reynisson tók við trommusettinu síðsumar. Þau komu öll úr rokkgeiranum…

Hljómsveit Gissurar Geirssonar (1970-81)

Hljómsveit Gissurar Geirssonar frá Selfossi var ein aðal sveitaballasveit áttunda áratugarins en Suðurland var aðalvettvangur sveitarinnar. Sveitin var stofnuð haustið 1970 og voru meðlimir hennar yfirleitt þrír talsins en einnig komu söngvarar við sögu hennar, lengst af líklega Hjördís Geirs, systir hljómsveitarstjórans sem söng með þeim með hléum á árunum 1974-80. Ekki liggja fyrir upplýsingar um…