Afmælisbörn 13. júlí 2017

Að þessu sinni eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Stórsöngvarinn Sigurður Johnny Þórðarson (Siggi Johnny) hefði orðið sjötíu og sjö ára í dag en hann lést á síðasta ári. Siggi var upp á sitt besta á blómaskeiði rokksins á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, söng þá með ýmsum sveitum eins og hljómsveitum Svavars…

The Icelandic all stars (1958)

Hljómsveit sem kölluð var The Icelandic all stars var sett saman fyrir eina plötuupptöku árið 1958. Sveitin var því aldrei starfandi en skipuð úrvali hljóðfæraleikara undir stjórn Jóns Sigurðssonar bassaleikara. Meðlimir The Icelandic all stars voru Finnur Eydal klarinettuleikari, Andrés Ingólfsson tenórsaxófónleikari, Jón Sigurðsson trompetleikari, Guðjón Ingi Sigurðsson trommuleikari, Þórarinn Ólafsson píanóleikari og Jón Sigurðsson…

Nýja bandið [3] (1989-90)

Nýja bandið var starfaði 1989 og 90 og lék á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins, aðallega Ártúni, með áherslu á gömlu dansana. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi Nýja bandsins en söngkonurnar Kristbjörg Löve og Arna Þorsteinsdóttir skiptust á að syngja með sveitinni. Einnig tróðu harmonikkuleikarar eins og Grettir Björnsson, Örvar Kristjánsson og Jón Sigurðsson stundum upp…

Afmælisbörn 13. júlí 2016

Að þessu sinni eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Stórsöngvarinn Sigurður Johnny Þórðarson (Siggi Johnny) er sjötíu og sex ára í dag. Siggi var upp á sitt besta á blómaskeiði rokksins á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, söng þá með ýmsum sveitum eins og hljómsveitum Svavars Gests, Björns R. Einarssonar og José Riba,…

Afmælisbörn 14. mars 2016

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Bernharður St. Wilkinson (Bernard Wilkinson) stjórnandi og flautuleikari er sextíu og fimm ára. Hann er Breti sem kom hingað til lands 1975 til að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur starfað hér meira og minna síðan, leikið inn á fjöldann allan af plötum og stjórnað hljómsveitum…

Hljómsveit Karls Jónatanssonar (1943-2003)

Þegar talað er um Hljómsveit Karls Jónatanssonar má segja að um margar sveitir sé að ræða og frá ýmsum tímum, reyndar ganga þær einnig undir mismunandi nöfnum eins og Hljómsveit Karls Jónatanssonar, Kvintett Karls Jónatanssonar, Stórsveit Karls Jónatanssonar o.s.frv. en eiga það sammerkt að vera allar kenndar við hann. Fyrsta útgáfa hljómsveitar Karls var starfrækt…

Afmælisbörn 14. mars 2015

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn: Bernharður St. Wilkinson (Bernard Wilkinson) stjórnandi og flautuleikari er 64 ára. Hann er Breti sem kom hingað til lands 1975 til að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur starfað hér meira og minna síðan, leikið inn á fjöldann allan af plötum og stjórnað hljómsveitum og kórum eins og Sinfóníuhljómsveit…

Kvartett Gunnars Ormslev (um 1950)

Kvartett Gunnars Ormslev var starfandi í kringum miðja 20. öldina. Hann var skipaður þeim Árna Elfar píanóleikara, Jóni Sigurðssyni bassaleikara, Guðmundi R. Einarssyni trommuleikara og Gunnari sjálfum sem lék á tenórsaxófón. Til eru upptökur með kvartettnum og m.a. má heyra þá leika á plötunni Jazz í 30 ár sem gefin var út í minningu Gunnars.…

Skólahljómsveitir Menntaskólans á Akureyri (1939-)

Við Menntaskólann á Akureyri var lengi hefð fyrir skólahljómsveitum, fyrstu áratugina var um að ræða sérstakar hljómsveitir í nafni skólans en á sjöunda áratugnum voru þær nefndar ýmsum nöfnum þótt þær væru í grunninum skólahljómsveitir. Þessar sveitir léku á dansleikjum og öðrum uppákomum innan veggja menntaskólans en fóru stöku sinnum út fyrir hann til dansleikjahalds.…

Spacemen (1967)

Á Akureyri starfaði árið 1967 hljómsveit skipuð ungum hljóðfæraleikurum sem kölluðu sig þá því framúrstefnulega nafni Spacemen. Sveitin var náskyld Bravó sem slegið hafði í gegn fáum árum áður en meðlimir Spacemen voru Árni K. Friðriksson trymbill, Gunnar Ringsted gítarleikari, Sævar Benediktsson bassaleikari, Jón Sigurðsson gítarleikari og Kristján Guðmundsson. Þeir Spacemen-liðar áttu flestir eftir að…